31.5.2008 | 12:44
Hvað ef ég hefði staðið þarna en ekki þarna......................
eða þetta hefði verið hinsegin en ekki svona. Hefði ég til dæmis staðið á þeim bletti þar sem nýi hverinn opnaðist í Hveragerði, mikið djö***hefði ég soðnað maður.
Þessi orðatiltæki tröllríða öllum fjölmiðlum í örvæntingarfullri leit að nýjum fréttum um jarðskjálftana á Suðurlandi.
Jú, vissulega voru margir heppnir að vera á "réttum" stað, en kommon þetta er bara komið nóg af "hvað ef".
Við þökkum náttúrulega Guði vorum fyrir að enginn slasaðist meira en varð í þessum hörmungum og ég er engan veginn að gera lítið úr þessum atburði, hugur minn er hjá ykkur sem misstuð.
Kveðja úr Mýrar og Borgafjarðarsýslu........
Athugasemdir
það er gott að allt fór vel, betur er í kína !
hafðu fallega helgi
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 20:19
Jamm það er þetta stóra EF...sem við notum ansi oft ekki satt og öllu má nú ofgera. Segi bara gott að ekki fór ver, hefði getað orðið verra ef.....
Góðan sunnudag bloggfélagi.
Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2008 kl. 20:45
Ef allir á mínum vinnustað hefðu verið á "réttum" stað, þ.e. á sínu venjubundna vinnusvæði, en ekki á "kolröngum" stað þá veit ég ekki hvernig hefði farið og það er hlutur sem ég vil helst ekki hugsa til enda.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 01:25
Hefði ég ekki verið heima, hefði ég verið úti og það hefði sko verið miklu betra, en þá hefði ég orðið hrædd um eiginmanninn, ef hann hefði verið einn heima, en ef ég hefði beðið hann um að koma með mér út í búð, þá hefði kisa verið ein heima og ef við hefðum verið rík hefðum við verið í útlöndum, og þá kannski í Kína og það hefði verið verra ............. er sammála þér að hluta en þetta var skelfilegt og vil ég aldrei þurfa að upplifa þetta aftur. Kær kveðja í Mýrar og Borga
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.