12.5.2008 | 10:38
Svefndrukkinn söngla ég mig inn í daginn..........
eftir næturbrölt og sjónvarpsgláp fram eftir nóttu. Ekki minn stíll að vaka til þrjú á næturnar, en gat ekki rifið mig frá Bruce Willis bjarga fólki.
Það er indælt að Hvítasunnan er bara einu sinni á ári. Búinn að hvítskúra allt, bæði heima og á vinnustað, éta, hanga, sofa, vaka, færa mig milli stóla, aðstoða fólk í Syper Space, taka myndir, hugsa, hugsa, hugsa, hugsa afturábak, hugsa fram á við, leiðast, dreyma, sakna, gráta, brosa, elska............
Horfði meira að segja á Gospel í sjóvarpinu í gærkvöldi og fékk tár í eitt augað.
Ætli sé til eitthvað við´essu...........
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Athugasemdir
Kannast við lýsinguna, langar helgar og hátíðisdagar kalla margt fram. Dagarnir silast áfram, heyrist ekki í neinum; allir uppteknir og allt of mikið svigrúm til hugsana. Meira að segja fáir á blogginu og maður sjálfur ekki í stuði til að blogga
Eitt gott ráð er að fara á fjöll eða hreinlega erlendis á slíkum tyllidögum, allt frekar en að kúldrast einn heima. Þetta lagast með tímanum, því get ég lofað þér
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:22
Vona að þér líði vel í dag. Á morgun hefst svo rútínan á nú. Kær kveðja á Skagann. p.s. það er orðið allt of langt síðan við höfum fengið myndir af prinsessunni.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 13:40
Iss bara einn af þessum dögum en gott að þú gast brosað líka. Á morgun kemur nýr dagur............................
Ía Jóhannsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:58
Takk fyrir mig.
Þröstur Unnar, 12.5.2008 kl. 21:07
Þú hefðir átt að koma í kaffi, Elitesse og athugasemdir í dag... það hefði verið gaman.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:20
Hei, bara duglegur. Voru vitni að þessu þríferíi?
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.