o - Hausmynd

o

Það verður stuð í borginni næstu tvö árin.........

Blurrþó Óli F segi bara eitt ár eða skemur. Snilldarleikur hjá kallinum, bara eitt ár í einu, og Kobbi kominn í þokkalegt djobb. Hef reyndar aldrei fílað hann sem skemmtikraft, en gefum honum sjéns eitt til tvö ár í viðbót, svo má hann leggja sig á hilluna, eins og Eiður Smári.

Jebb, mér er svo sem alveg sama þó rjúki úr eyrunum á Svandísi, bara að það berist ekki yfir flóann og hingað á Skagann, þar sem Gísli bæjó ætlar að taka við 40 einstæðum mæðrum frá, hvað, Kólumbíu eða eitthvað sollis. Jú fínt mál að hjálpa til, bara að kenna þeim ÍSL 103 með hraði og þá verður þetta allt í gúddí.

 

FM

En að alvarlegri málum.

Þessum bláa Fordson Stegamajor var stolið af bæ einum á Vesturlandi um daginn. Æi látið nú lögguna vita ef þið sjáið hann einhverstaðar á rúntinum.

ps. Ef þú drekkur kaffi úr mjólkurglasi, og ert í vafa um sjálfið þitt, þá get ég ráðlagt þér.........

Flyttu á Blönduós...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég sé enga ástæðu til að gefa Kobba séns. Hann hefur rembst eins og rjúpan við staurinn við að komast að í pólitík en aldrei haft árangur sem erfiði. Ætli það sé ekki bara vegna þess að kjósendur vilja hann ekki. Hann á því ekkert erindi í nein pólitísk valdaembætti - og hananú

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Öngvir sénsar gefnir meir, ekki teknir fangar einu sinni.

Heyrðu ligthen up, konurnar og börnin eru frá Palestínu, P -L-E-S-T-I-N-U.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kobbi búinn með alla sjénsa, er handónýtur skemmtikraftur. Þoli illa klíkuráðningar. Vinurinn pólítískur vingull.

Kannski það birti bara upp á Skaganum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Brynja skordal

sprakk úr hlátri við þessa færslu En ég skal láta vita ef ég sé þetta tryllitæki á rúntinum...neibb drekk bara kaffi úr fanti eða fínum bollum ef sá galsi er á mér takk 

Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 01:17

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jessus, ég vorkenni Reykvíkingum alveg hræðilega núna.  Þessi borgarstjóranefna er úti í hróa og popparinn ætlar að dingla með. 

Annars allt í gúddý hér í sveitinni, læt þig vita ef ég sé traktorinn á ferð. Okkar er rauður svo ekkert fara á milli mála. 

Góðan dag Þröstur minn

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá traktorinn í gær, hann var framlag sjálfstæðismanna til hátíðarhalda "vor í Árborg" við skilum honum þegar hátíðinni líkur 18. maí, er það ekki í lagi???  hafðu það gott um helgi strákur.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 17:12

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að konurnar frá Palestínu komi hingað á Skagann og fái kannski aðeins betra líf. Hlýtur að vera mannskemmandi að búa í flóttamannabúðum og sjá enga framtíð fyrir sig eða börn sín. Fínt að búa á Skaganum. Við verðum bara góð við þær, kannski er þarna konuefni fyrir erfðaprinsinn á heimilinu ... :)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband