11.2.2008 | 21:24
Er hægt að blogga alla leið frá Danmörku og er ekki bloggið lengi á leiðinni til ykkar.......
það er svo helv. langt mundi maður missa af einhverju?
Haldið þið að ég sé að grínast? O neeee.
Er að spökulera í tilboði sem ég fékk frá Dönsku bakaríi, alveg hreint í miðbænum ekki langt frá brautarstöðinni. Lítið bakarí og konditorí, fínn vinnutími, ódýrt húsnæði, fín laun, ódýr Carlsberg.
Eða er orðið stórhættulegt að vera þarna vegna óeirða?
Æi er búinn að fá nóg af Óla Eff og kem bara kannski aftur ef Villi verður borgarstjóri.
Hræðslutilfinning grípur mig þegar ég hugsa um að yfirgefa landið mitt og ástirnar í lífi mínu.
Hux, hux.............
Þessi færsla flokkast undir væmninsblogg, so what..........
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þú náttúrlega endurheimtir ekki ástirnar í lífi þínu ef þú yfirgefur skerið, á því er enginn vafi. Þú færð hins vegar kannski eitthvað annað í staðinn
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:30
Vertu heima hjá þér, þú ert svo krimmalegur að þú verður sallaður niðurá fyrstu fimm mínútunum. DJ'OK
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2008 kl. 23:38
Köben er fín, sonur minn og tengdadóttir búa þar, ég kem og heimsæki þig ef þú ferð út. Það er engin hætta að þú þurfir að sakna okkar blogg ástkvenna þinna, við eltum í rafrænu formi.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 00:30
Þú dirfist ekki að fara, addna bloggvinur kæri! Við sem eigum eftir að hittast við grænmetisborðið í Einarsbúð!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2008 kl. 17:01
Það er stórhættulegt að fara til útlanda. Maður ratar ekki alltaf heim aftur. Ég fór til Kanada fyrir átta og hálfu ári og ætlaði að vera í eitt. Ég er ekki enn komin heim og virðist ekkert vera á leiðinni.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.2.2008 kl. 19:27
den danske pulse! rosagóð. Ég elska Danmörk!!!
Gerðu það sem er best fyrir þig Pabbi minn. Þar sem þer liður vel
Annars er örugglega erfitt að kveðja gamla góða ísland!!
Kv að norðan.
Jóhanna littla dóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:57
Ekki taka mark á þessum heimalingum hér að ofan. Danskó er fínt land og ég er búin að búa í 18 ár frá,, Hamingjulandinu". Sakna aðeins norðurljósanna.
Lítið mál að skreppa heim og kíkja í grænmetisboð hjá Gurrý. Svo er stutt í heimsókn til okkar í Prag. Ekki spurning, láta hugann ráða. Við lifum bara einu sinni!
Ía Jóhannsdóttir, 13.2.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.