9.2.2008 | 16:48
Bloggvinahreinsirinn lá of lengi á, um daginn þegar ég hugumbreyttist í bloggvina-ræstitækni,þannig að einhverjir af bloggvinum mínum.........
tærðust upp og hurfu. Þetta er miklu sterkara efni en ég bjóst við, og það verður varlegar farið með það næst.
Fæst í Bykó.
Þið sem urðuð fyrir barðinu á honum að ósekju, viljið þið bara ekki tengjast mér vináttuböndum á ný, ef áhugi ykkar er fyrir hendi. Ég hafna engum sem nennir.
Svo sem ekkart annað sem ég vildi koma að í bili.
Sit bara og skrifa ævisöguna, sem kemur vonandi út fyrir jólin 2066 ef veður leyfir.
Jú annars, þið megið alveg deila með mér því hvaða myndforrit þið notið við digital myndirnar ykkar. Það er að segja við að flokka, skoða og raða þeim.
Með fyrirfram þökk úr sveitinni.
Athugasemdir
Hæ, hæ, hef ekki verið bloggvinkona þín áður en les þig oft. - Notaði því tækifærið núna og býð bloggvináttu- sé það er mikill bloggkvennablómi í kringum þig, þó karlar séu á stangli!
Þetta er að sjálfsögðu eins og keðjubréfin, ef þú samþykkir bloggvináttu þá muntu hljóta eintóma hamingju í framtíðinni, hunang mun drjúpa af hverju strái o.s.frv... EN ef þú hafnar þá .. (þetta er þykjustinni hauskúpa) ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.2.2008 kl. 17:04
Velkomin Jóhanna. Jebb kvennafans og bara hið besta mál, en ég hef ekki skilið af hverju karlmennirnir sækjast ekki í stórum stíl eftir bloggvináttu minni.
Að vísu hefur þetta verið svona hjá mér frá blautu barnsbeini, og hef lengi ætlað mér að velta því upp hér á blogginu, einn góðan veðurdag.
Þröstur Unnar, 9.2.2008 kl. 17:14
Ég datt ekki út hjá þér..
Ég er með þig tvöfalt þegar ég kíki yfir minn lista þar sem maður innskráir sig. Skil ekki afhverju samt..
Líka gaman að sjá hvað ég er hátt uppi, takk fyrir það!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:20
Er Byko opið á morgun? mig vantar svona hreinsir.
Huld S. Ringsted, 9.2.2008 kl. 19:46
Ég er inni, það er nóg fyrir mig. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 19:51
Mig vantar svona hreinsir
Marta B Helgadóttir, 10.2.2008 kl. 20:09
Ég hangi enn inni en kannski er ég bara blettur sem er erfitt að losna við...
Halla Rut , 11.2.2008 kl. 17:53
Heyrðu, er nokkuð til svona til að fá fleiri vini? Veistu eitthvað um það?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 18:55
Halla. Þú ert harður blettur sem ég vil ekki losna við.
Róslín. Hvað meinarðu, skil ekki alveg? Langar þig í fleiri bloggvini?
Þröstur Unnar, 11.2.2008 kl. 19:28
haha, meira sagt í gríni en alvöru. Já en samt ekki allt of marga bara fólk sem les bloggið mitt Finnst eins og einhverjir séu frekar feimnir að láta vita af sér á því, þar sem oftast fara yfir 35 ip tölur yfir daginn að meðaltali, fæ ég ekki nokkra af þínum bara lánaða?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 19:39
Sko Róslín. Þú átt að velja þína bloggvini sjálf. Finndu einhvern sem þér finnst gaman að lesa og sendu honum (henni) skilaboð um það. Það er gert í bloggvinalistanum efst á skjánum á meðan þú ert inni á síðu viðkomandi.
Ekki vera feimin við þetta og þú mátt reyna við alla mína að sjálfsögðu. Til dæmis er dóttir mín "johannan" við hliðina á þér í mínum lista, hún er 19 og býr á Akureyri og er algjör söngfugl.
Þröstur Unnar, 11.2.2008 kl. 19:53
Ég sagði þetta í gríni, en maður þarf alltaf að kíkja á alla, sjá hvað býr í fólki Ég vel oftast mína vini sjálf, finnst rosalega gaman að fá líka svona efst á stjórnborðinu mínu ,, ------ hefur óskað þess að gerast vinur þinn"
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:41
Sæt Jóhannan þín Þröstur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.2.2008 kl. 20:52
Takk Jóhanna.
Þröstur Unnar, 11.2.2008 kl. 20:57
Vááá hvað ég var glöð að fá línu frá þér, fyrst varstu tvöfaldur, svo hvarfstu og svo kom ósk um vináttu og ég bara grét af gleði, en þú ert núna kominn inn tvöfaldur ætla sko að hafa ykkur báða
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 21:11
Æi Ásdís mín. Ég var að fatta þetta áðan og fékk sko hland fyrir hjartað. En er ekki nóg að hafa bara einn svona skrítinn fugl.
Þröstur Unnar, 11.2.2008 kl. 21:21
Ég hef strokað út bloggvini sem áttu það ekki skilið og sumir hafa ekki fyrirgefið mér það ennþá
Ég vill gjarna vera bloggvinur þinn en það er eitthvað sem er ekki í lagi á blog.is. Þegar þú bauðst mér í bloggvina hópinn aftur þá fékk ég þetta:
Ég samþykkti en afneitaði tvíburanum þínum og þá hvarf allt. Ég ætla senda umsjónarmönnum blog.is þetta og spyrja þá hvort þeir geti lagað þennan galla
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.