1.2.2008 | 19:59
Heitavatnsleysi - Fuglaflensa og yfirvinna...........
er það helsta sem hrjáir mig í dag. Búið að loka fyrir heitavatnið í sundlauginni, (hver í andskotanum fer hvort sem er í sund í þessum gaddi) og það, þú veist heitavatnið, lekur í rólegheitum inn á risastórar þvottavélarnar sem gerir það að verkum að vinnudagur lengist og ekki er séns fyrir mann að liggja heima í rólegheitum í sinni eigin fuglaflensu með sængina yfir haus.
Úff afsakið meðan ég hósta út úr mér lifrinni, sem er ekki enn full reykt, þó það sé bannað að reykja.
Læt mig dreyma um Kanaríeyjar og skoða myndir af bloggurum, en get varla lesið texta þar sem allt gengur í Bylgjum og Dúar.
Er ykkur kalt esskurnar........
Athugasemdir
Æ þú ert svo mikill moli, lifrin skemmist ekki við reykingar heldur drykkju, ef þú ferð til Kanarí láttu okkur þá vita, því munum sakna þín í drep. Í bylgjum og Dúar, er Dúa hjá þér??? Fuglaflensa er ímyndun svo þú ert ekkert veikur bara latur og leiðir eða eitthvað. Hressa sig, hressa sig mega og koma svo
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:02
Ásdís þú ert að myrða mig úr hressleika. Ég er með flensu og ég er fugl.
Þröstur Unnar, 1.2.2008 kl. 20:12
Nú dugar ekkert annað en hitalækkandi, hóstastillandi og sængin. Ríkulegur vökvi. Ráðlegg þér að láta þig dreyma Kanarí og drífa þig svo þangað um leið og fuglaflensan gefur sig. Bylgjur og Dúa klikkar ekki frekar en fyrri daginn, trúi ég
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:14
Engan aumingjaskap, veistu ekki að karlmenn eiga EKKI að kvarta.
Datt líka um þetta með lifrina það eru lungun fuglinn minn ekki lifrin en getur svo sem verið jafn slæmt ef sýking kemst að. Bestu batakveðjur og farðu nú vel með þig um helgina. Knús héðan úr 12° hitanum
Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:28
Fuglar fljúga, líka kanarífuglar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.2.2008 kl. 23:20
Vó ekki koma til borgarinnar maður, þá kæri ég þig, eina óskráða fuglaflesnsu tilfellið sem ég veit umog líka það skráða, sko það er ekkert skráð. Skilurðu hvert ég er aðfara? No?
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2008 kl. 00:15
Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.