30.1.2008 | 21:34
Ógeðsleg veira hefur innreið sína.......................
í hálsakot, nefgöng og hitavarnarkerfi líkamans, sem sagt efri öndunarlíffæri líkamans.
Og hef þess vegna legið undir feld í mest allan dag, með smá skreppum á vinnustað, því að sjálfsögðu er maður algjörlega ómissandi. Það var einhvern tíma fyrripart síðustu aldar sem svipað atvik henti mig, og bjóst statt að segja ekki við öðru, því eins og allir vita er maður nú komin að fótum fram af elli.
Var að leita af neðri öndunarfærunum en fann þau ekki.
Hvað um það, er samt kátur yfir ykkur bloggvinir, þið eruð bráðskemmtileg.
*Hóst.....
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Fékkstu þér ekki flensusprautuna góurinn???
Vona að þetta sé ekki hreinræktuð inflúenza í þetta sinnið. Ekkert annað að gera en að vera undir sæng, með tölvuna og TV á.
Verra gæti það verið; NORO veiran er mun andstyggilegri
Farðu vel með þig og láttu þér batna
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:38
Ég og mín hálsbólga finnum til með þér...
Ísdrottningin, 30.1.2008 kl. 22:53
æi en leiðinlegt að heyra... súrt að vera slappur. Öfunda þig þó pínu. Væri alveg til í að liggja lögleg undir sæng núna. - Góðan bata og taktu inflú...sprautu næsta haust.
Linda Lea Bogadóttir, 30.1.2008 kl. 23:26
Farðu vel með þig kæri vinur
Marta B Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 23:46
Ég fór nú í flensusprautu eins og gamla fólkið og er bara hress, vona að flensan láti mig vera, en farðu vel með þig ef þú ert slappur, flensa er hundleiðinleg ef enginn er til að dekra við mann.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 00:02
Taktu það bara rólega þetta lagast. Farðu vel með þig
Ía Jóhannsdóttir, 31.1.2008 kl. 09:56
Láttu þér battna pabbi minn! Bara taka því rólega og ekki ofkeyra þig!
Jóhanna (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:00
Er eins og mygluð sveskja, en þetta skal koma á morgun.
Þröstur Unnar, 31.1.2008 kl. 22:16
neðri öndunarfæri... hmm
Getur verið að bara karlmenn séu með svoleiðis?
Láttu þér batna Þröstur minn í efri öndunarfærum. Vonandi ertu bara hress í þeim neðri.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.1.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.