29.1.2008 | 09:28
Áskorun bæjarstjórnar Akraness til HB Granda verður að sjálfsögðu ekki tekin til greina.............
hún kemur einfaldlega allt of seint. Bæjarstjórnin og Faxaflóahafnir hafa haft allan heimsins tíma til að velta þessu fyrir sér og finna leið til að missa ekki þetta fyrirtæki alfarið úr bænum.
Hvað var það nákvæmlega sem stóð í veginum fyrir því að HB Grandi fengi aðstöðu hérna þegar þeir sóttust eftir því? Var kannski hægt að hliðra aðeins til fyrir fyrirtækið?
Tilvitnun: "Faxaflóahafnir töldu ekki fært að verða við öllum óskum fyrirtækisins."
Annars erum við bara nokkuð góð hérna á Skaganum miðað við mörg önnur sjávarþorp og höfum næga atvinnu, svo gengur líka strætó í bæinn þarna hinumegin við sundin blá.
Það held nú ég Gísli minn.........
Höfnina skal efla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað vissu topparnir þetta fyrir löngu, en gerðu ekkert til að koma í veg fyrir lokunina. Hverjar voru kröfur HB Granda, súludansmeyjar, eða sól í 4 mánuði ári, var alls ekki hægt að lenda þessu? skömm aððesssu
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 18:18
Löngu vitað mál. Virðist einkenna pólitíkusa að ,,koma alltaf ofan af fjöllum" þegar alvaran blasir við. Hef einnig trú á því að fyritækið hafi vitað all lengi í hvað stemmdi, þrátt fyrir einhverjar ,,róandi" yfirlýsingar fyrir einhverjum mánuðum síðan ef ég man rétt
Skagamenn eru hins vegar ekki þekktir fyrir að gefast upp
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.