7.1.2008 | 23:24
"Ég fer þess á leit við þig að þú hættir að blogga eða breytir um umræðu efni .........
vegna þess að mér finnst bloggið þitt yfirmáta leiðinlegt. Þú bloggar bara um volæði og barn, sem sagt hrikalega væmið og kerlingalegt. Enda áttu bara kerlingar fyrir bloggvini. Ertu kanski bara feministi?"
Þetta er úrdráttur úr meili sem ég fékk í dag.
Mér féll hvorki allur ketill í eld, né kökkur í háls.
Hvað þá um ykkur sem eruð á topp 50 listanum. Eruð þið ekki að slást við svona allan daginn, mér er spurn?
Ég fæ svona eitt og eitt meil frá leyndum aðdáendum sem ekki vilja gefa upp nafn né stöðu, og alltaf frá @hotmail.com. En að vísu sjaldan svona hreinskilin. Oftast eru þetta nú póstar sem hrósa eða innihalda jákvæðni.
Hafði nú ekki mikið velt því fyrir mér að flestir bloggvinir mínir eru "kerlingar" en það er kanski umhugsunarvert. Þær (bloggvinkonurnar) hafa flestar beðið mín sjálfar, en nokkrar hef ég sótt sjálfur út í Cypertómið.
Já skrítið með karlana örfáir hafa beðið mín og hef ég tekið þeim opnum örmun, þó þeir hafi nú ekkert skipt sér af skrifum mínum, en sumir ekki svarað bónorði.
Spurning um að hækka launin hjá mér og sjá hvort komi ekki fleiri karlar inn, því kanski er ég bara í launaþrepi kvenna.
Held alveg vatni yfir þessu og sofna með bros á neðrivör.
So let it be................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sumir eiga greinilega ekkert líf, umræddur skeytasendari einn af þeim. Trúlega ,,abbó" vinurinn, nýtur trúlega ekki kvenhylli
Ég myndi sofna með bros á báðum vörum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:44
Þetta eru nú ekki neinar jöfnunaraðgerðir, mér líkar bara vel við stelpurnar mínar. En að sjálfsögðu ertu velkominn Benedikt.
Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 23:46
Ég er nú að hugsa um að fá að bætast við því þú ert svo andsk... skemmtilegur
Þóra Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 23:51
Hvurslasssss bréf er þetta! Örugglega einhver sem öfundar þig af karl- og kvenhyllinni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:55
Vertu bara velkomin Þóra.
Gurrí, þú veist að ég á þær flottustu.
Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 23:58
ja hérna hér. Ekki er mikið að gera hjá fólki
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 00:04
Stelpur mínar. Þið verðið að sækja um formlega á ykkar síðu og ég síðan að samþykkja ykkur.
Annars gæti ég fengið annan póst á morgun með yfirskriftnni "Perri"
Þröstur Unnar, 8.1.2008 kl. 00:15
Æ dúllan mín, við elskum þig allar, ekki spurning, sumir verða bara abbó og þola ekki að þú fáir athyglina. Ekki hleypa of mörgum köllum á listann.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 00:34
Geri bara copy/paste á Ásdísi mína hérna.
Knús til þín
Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:21
Það er ótrúlega mikið af ruglhausum þarna úti. Fæ stundum svona hatursmeil, finnst þau hlægileg og fróðleg. Veit þá að ég er að ýta á einhverja punkta.
Í gærkvöldi fékk ég meil þar sem ég var kölluð háfviti, myndin af mér fótosjoppuð og það þýddi ekki fyrir fífl eins og mig að hætta bara að drekka, ég væri svo lélegur karakter. Hehe
Ég svaraði til baka og óskaði viðkomandi gleðilegs árs og friðar og þakkað henni fyrir að lesa bloggið mitt.
Það er einhver að lesa þig Þröstur og þú snertir taug í viðkomandi.
Það er flott mál.
Þú ert flottur.
Jenfosmenfó
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 10:36
Ja hérna hér... það er greinilegt að sumum leiðist í litla lífinu sínu.
En ég er ekki kerling - og númer 50 á topp 50 listanum Hvað með stúlku eins og mig sem á eiginlega bara bloggvinkonur... er ég þá les-pía úr því þú ert femínisti skv. þessum bréfaskrifara ?
Þú ert flottastur á mínum lista... eða kannski næstflottastur - svo ég móðgi ekki Saxa hahaha
Linda Lea Bogadóttir, 8.1.2008 kl. 11:34
Þið eruð englar allar saman og líka þú Benni kallinn.
Ef ég tæki svona " líður illa" pósta nærri mér, væri ég löngu orðinn klikk í kúlunni.
Takk fyrir mig.
Þröstur Unnar, 8.1.2008 kl. 13:28
Ekkert að þakka.... .... nei, grín.
Hlustum.. ustum...ustum ekki á svona rugl.
Anna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 17:44
Heill og sæll, Þröstur Unnar og gleðilegt ár, sem og til annarra skrifara !
Viðeigandi; að þetta afstyrmi, hvert reynir að buga þig og niðurlægja, komi fram, hér á síðum, og biðji þig afsökunar, Þröstur minn.
Mér er löngu ljóst, af þínum kyrrlátu og yfirlætislausu skrifum, oftlega, að þú hefir hlýtt hjartalag, og góðar artir, til þíns samferðafólks. Fyrir þær tilfinningar, þarf enginn að fyrirverða sig, Þröstur minn.
Stend með þér, gagnvart hverju því himpigimpi, hvert reynir, að setja sig á háan hest, gegn þér !
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi austur / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 18:12
Þakka hugheilar kveðjur Óskar Helgi.
Það þarf aðeins meira en þetta til að buga eða brjóta gamlan togarajálk eins og mig.
Með beztu kveðjum úr Mýra og Borgarfjarðasýslu.
Þröstur Unnar, 8.1.2008 kl. 18:25
Er alltof ódugleg að kvitta hjá þérsvo ég bæti úr því hér með svo þessi umdeilda persóna öfundi þig ennþá meir af öllum þessum flottu konum kv frá skagakonu
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:59
Heyr heyr!
Ég fékk reyndar kökk í háls fyrir þig, þegar ég las þetta, enda get ég ekki verið moggabloggari, myndi taka allt persónulega
Gott að þú er togarajálkur (hvenær varstu á sjó?) og ég get sagt þér að vinkona mín sem las bloggið þitt gat varla haldið vatni yfir hvað þú ættir margar bloggvinkonur!
Greinilegt að þú getur sjarmerað konurnar á prenti eins og í raunveruleikanum
Áfram Þröstur! Og takk aftur fyrir að blogga !
Ásta (kengúruæta) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:24
Þetta hefur örugglega verið einhver að drepast úr afbrýðissemi vegna allra bloggvinkonanna
En ég varð nú pínu abbó þegar ég las þessa færslu............ég fæ aldrei neinn meil
Huld S. Ringsted, 8.1.2008 kl. 23:02
Ég myndi benda viðkomandi að hætta að lesa þetta drepleiðinlega blogg enda mannskemmandi að vera að hafa áhyggjur af því sem manni kemur ekki við Sumum er bara ekki viðbjargandi!
Gleðilegt ár feministalufsan þín og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á liðnu ári!
Laufey Ólafsdóttir, 9.1.2008 kl. 00:55
Ég er eiginlega hissa á að ég hef aldrei fengið hate-mail..
DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 02:20
Þröstur: Ég vill vera bloggvinur þinn...
DoktorE: Ertu ekki búinn að fá bréfið frá mér?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 15:30
Velkominn í stelpnahópinn Gunnar.
Akkurru sendirðu mér reiðikall?
Þröstur Unnar, 9.1.2008 kl. 15:42
Þröstur:
Þetta á að vera ég... Grimmur töffari. Ég vill ekki fá svona e-póst eins og þú fékkst
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 15:48
Ég er ein af þeim sem kíki reglulega á bloggið þitt er samt ekki skráð sem blogg vinur. Finnst þú skemmtilegur og klár ....en mikið svakalega er mikið af dónum þarna úti.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:22
Hann er bara "abbó" því þú ert dýrkaður og dáður af konum. Eða var þetta annars ekki karl, ég geri bara svona ráð fyrir því. Samt svolítið gaman að fá svona pósta, er það ekki? Hvað er manneskjan að lesa bloggið þitt ef það er svona leiðinlegt, það er nú stóra spurningin. Eitthvað liggur að baki.
Ég hef aldrei fengið "hate" mail, bara góða pósta frá fólki sem á fötluð börn eða fólki sem vill mér vel. Eg hef fengið örfá símtöl og voru þau á góðum nótum. Ég er greinilega ekki nógu svæsin bloggari. ha...
Annars sýnist mér á commenunum hér að þú sért búin að taka þér titilinn "kvennagull" blogg heima. Við erum farnar að slást um þig...
Halla Rut , 9.1.2008 kl. 22:37
Gunnar: Nei ég hef ekkert fengið frá þér, á ég von á hate mail frá þér :)
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:36
Huld....Ég sendi þér nú einu sinni mail, góða,,,
Halla Rut , 10.1.2008 kl. 19:57
hehhehehehehhe fyndið að nenna að vera að ergja sig á annarra manna bloggum........
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.