6.1.2008 | 19:42
Til áminningar - Lítil jólasaga...........................
Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa
gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr. Þegar ég
sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði.
Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði
Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég
vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir
jólin. Allavega, kom ég mér í leikfangadeildina og þar fór ég að
skoða verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona
dýr leikföng. Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir
litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.
Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri
litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum.
Amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga? Gamla konan
svaraði þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín
Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún
skoðaði sig um. Hún fór fljótlega. Litli strákurinn hélt
ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann
hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. Þetta er dúkkan sem systir mín
elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svo viss
um að jólasveinninn myndi gefa sér hana. Ég sagði honum að kannski
eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann
þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur Nei
jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún en núna. Ég
verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar
hún fer þangað. Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta.
Systir mín er farin til þess að vera með Guði. Pabbi segir að mamma
sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti
farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana.
Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og
sagði. Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.
Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni. Svo
sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. Ég
vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér
aldrei. Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki
að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu
systur minni. Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum,
mjög hljóðlátur. Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá
pening upp og sagði við strákinn. En ef við athugum aftur í vasann til
að tékka hvort að þú eigir nógan pening? Allt í lagi sagði
strákurinn ég vona að ég eigi nóg Ég bætti smá af mínum peningum
við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var
nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.
Litli strákurinn sagði Takk Guð fyrir að gefa mér nógan
pening. Svo leit hann á mig og sagði. Í gær áður en ég fór að sofa
þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að
geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín.
Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa
mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér
nóg til að kaupa rósina líka. Sko mamma elskar hvíta rós.
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði
að versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.
Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu tveim dögum fyrr.
Maður keyrði drukkinn og lenti á bíl þar sem ung kona og
lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í
dái. Fjölskyldan varð að ákveða hvort það ætti að setja hana í
öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi ekki vakna úr
dáinu.Var þetta fjölskylda litla stráksins? Tveim dögum eftir að ég hitti litla
strákinn, las ég í blaðinu að unga konan
hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt
af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og
óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð. Hún
var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af
litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu. Ég fór grátandi og
fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur
hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að
ímynda sér.
Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.
Höfundur óþekktur.
Athugasemdir
Ég er með kuldahroll, var búin að gleyma þessari sögu, las hana fyrir mörgum árum, alltaf jafn áhrifarík og þörf. Takk fyrir að birta hana núna Þröstur minn, í sambandi við bloggvinahittinginn, þá held ég að þú hefðir nú átt að vera þar, fékkstu meil?? allavegana vorum við nokkrar vinkonur þínar svo ýmyndunarveikar að við vorum búnar að gera Þröst úr einum manni þarna og ætluðum að fara að kalla á þig, þegar einhver sagði að þetta væri ekki Þröstur. Allavegana næst, þegar það verður þá mætir þú sko.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 21:31
Já þú með næst...
Linda Lea Bogadóttir, 6.1.2008 kl. 23:04
Æi esskurnar. Voruð þið karlmannslausar?
Var mér einum boðið?
Eða þorði enginn karl að koma?
Who in hell is Ken?
Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 08:36
Innlitskveðja og með þökk fyrir liðið bloggár
Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:34
Grenja alltaf jafn mikið yfir þessari sögu.
Já við sáum þig þarna Þröstur minn... nema þetta varst ekki þú.
Þú þarft að koma næst. Þeir voru held ég 4 karlmennirnir sem þorðu.. hehe
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 22:12
Hmmmmmmmmm
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.