o - Hausmynd

o

Einhverfa - Einmanaleiki - Eigingirni ? ....................

Langar að vitna í blogg systur minnar  "Þessi tími er senn heillandi og skelfilegur þegar maður er með einhverft barn." nú þegar ég á von á einmanaleika þetta mikilvæga kvöld margra jarðarbúa sem framundan er, aðfangadagskvöld.

Alltaf stutt í húmorinn Gunna mín og skemmtileg stutta æskuminningin þín frá þriggja ára jólunum. Vissi alveg að þú værir bráð vel gefin en rosa hefurðu verið snemm-gáfað barn :)

Bendi þér Gunna, á skemmtilega og fróðlega (fyrir mig) síðu hjá Jónu bloggvinkonu minni sem á einhverfan dreng, en eins og hjá þér alltaf stutt í gáskann hjá henni.

img_0013

Eydísin mín er einmitt þriggja núna og ég vona að hún gleymi kallinum sínum rétt á meðan á öllu pakkastússinu stendur.

Jólin eru einmitt það fyrirbæri sem foreldrar vilja gera sem gleðilegastan fyrir börnin sín og kannski sjálfan sig pínu í leiðinni. (mitt álit). Ætla ekki að hella mér út í sjálfsvorkunn hér að svo stöddu,(kannski seinna) en þetta hefur verið erfiður tími, þessi jólamánuður. Sá fyrsti sem ég geng götuna einn í þrettán ár.

 Aðfangadagskvöldinu verður ráðstafað á eftirfarandi máta:

1. Grenjað í tvo klukkutíma milli kl 18:00 og 20:00 sharp.

2. Horft á DVD mynd.

3. Spilaður tölvuleikur.

4. Svefn.

Alveg satt.........

ps. Þið hin megið alveg vorkenna mér líka, ekki bara Gunna systir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, æ elskið mitt. Ef ég væri nær þér kæmi ég í heimsókn með husbandið með mér.  Annars sendi ég bara hlýjar kveðjur.  Hvenær færðu fallegu prinsessuna til þín??? kær kveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Æ snúlli minn.  Ég er sko ekki að "vorkenna" þér, ég er hins vegar að finna til með þér.  Vildi að þú gætir bara skellt þér hingað til Eyja til okkar systranna (er það ekki hægt? ).  Geturðu ekki bara tekið langt jólafrí fram yfir áramótin og snúllast hér í eyjunum? En þú ætlar (vonandi) að hitta Eydísi eitthvað?

Við hugsum alla vega til þín (ef þú kemur þá ekki bara til okkar).  Það er sko pottþétt betra að vera einhverfur (og með einhverfum) heldur en einmana.   Vertu í bandi.

P.s. ég er sko löngu búin að uppgötva Jónu. Hún er idolið mitt :)

Guðrún Jónsdóttir, 21.12.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla Þröstur.  Takk fyrir frábæra "viðkynningu" á blogginu. Vona að þú njótir hátíðanna vel.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:01

4 identicon

Gleðileg jól.

Hafðu það gott um hátíðarnar. 

Ragga (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 19:13

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Ásdís mín, hlýjan þín nægir mér, takk fyrir það.

Gunna, ég róta  mér ekki úr bænum vegna anna og hittings við dóttur. Jóla kveður í Eyjarnar til ykkar allra, eins og þú veist þá kann ég ekki að skrifa jólakort.

Marta, ætlarðu þá ekkert að kommenta meir hjá mér fram að jólum *djók. Þakka þér sömuleiðis fyrir góð kynni hér í ADSL heimum.

Ragga, já sömuleiðis og passaðu að yfirlista þig ekki yfir hátíðarnar.

Sjáið´ði bara öll hjörtun.

Þröstur Unnar, 21.12.2007 kl. 20:16

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

haha... vorkenna þér? Neibbb... þú munt pottþétt njóta samverunnar við sjálfan þig í botn. Ert sjálfum þér svo góður félagsskapur !
Óska þér gleði og friðar yfir hátíðarnar. Þakka skemmtilega lesningu á árinu sem er senn að renna sitt síðasta. Hlakka til að lesa meira.
Jólajól...

Linda Lea Bogadóttir, 22.12.2007 kl. 02:55

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól, hafðu það sem allra best um hátíðina!

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Hugarfluga

Gleðileg jól, Þröstur. Enginn ætti að vera einn um hátíðarnar, en það lítur út fyrir að það séu margir sem hugsa til þín og þar ertu ríkari en margur annar. Guðs blessun.

Hugarfluga, 22.12.2007 kl. 22:16

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Sendi mínar bestu óskir um gleði og frið á jólunum til þín og þinna.
Þakka samveruna í bloggheimum á árinu sem er að líða. 

Megi nýtt ár færa þér enn meiri gleði og hamingju.

Jólakveðja

Linda Lea Bogadóttir, 24.12.2007 kl. 00:29

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ha?? nei? Æi Þröstur. Ég verð að viðurkenna að þetta þykir mér skelfilegt. En ég býst við að það sem gildir sé hvernig maður tekur á því. Þú munt vonandi eiga góðar stundir með vinum og ættingjum aðra daga yfir hátíðarnar?

Knús Þröstur minn.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 13:22

11 Smámynd: Halla Rut

Að ári verður þú ekki einn, sjáðu til. Kannski þarftu að hreinsa til hjá þér og henda út rusli til að það sé pláss fyrir ný ævintýri og upplifanir.

Halla Rut , 26.12.2007 kl. 00:06

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vona að jólin hafi verið þér ánægjuleg Þröstur minn og að þér hafi liðið vel. Það er aldrei gott að vera einn á jólum. Ég þekki það vel. Ég var hjá vinum og ættingjum þessi jólin en það hefur komið fyrir að ég hafi verið alein á aðfangadag og það var svolítið skrítið. Reyndar eldaði ég þá fína svínasteik og opnaði pakkana mína og hafði það gott. En það er að sjálfsögðu betra að vera með ástvinum. Ég spái því að jólin 2008 verði hvorugt okkar eitt. 2008 verður gott ár!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.12.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband