o - Hausmynd

o

Gleymdi einu, Ellý Ármanns vill ekki vera vinkona mín......................

og þar með fór síðasta vonin um að komast í sviðsljósið. Ég sem hef alltaf lesið bloggið hennar við kertaljós á kvöldin, upp í  rúmi. 

Spurning um að senda henni jólakort.

Heldurðu að hún mundi lesa það?

Æí Ellý, af hverju leyfirðu mér ekki að dáðst að færslunum þínum opinberlega, meinaða sko. Mundi aldrei skrifa neitt niðrandi um þig dúllan mín.

Kær kveðja. Frá Akranesi.

Einmana og kvennmannslaus Þröstur í hreiðri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég kíkti á kelluna í morgun þegar ég sá að hún var byrjuð að blogga aftur og það er lokað á mig í athugasemdakerfinu hennar.  Ég sem hélt að hún hefði húmor fyrir fíflaganginum í mér þarna í haust.

Baðstu um bloggvináttu og hafnaði hún þér?

Ef svo er:

Live as we know it is over

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Huggaðu þig við að allar sætustu skvísurnar á blogginu eru bloggvinkonur þínar. Skil ekkert í henni Ellýju, eins og þú ert mikil dúlla.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.12.2007 kl. 17:41

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Jenný, hún tók bónorði mínu en leyfir mér ekki að athugasemdast, en er að spökulera í að leggja hana í bloggeinelti þangað til hún leyfir mér það.

Veit Gurrý, mínar eru þær sætustu.

Þröstur Unnar, 18.12.2007 kl. 18:57

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er Elly byrjuð aftur? ó mæ god, var ekki búin að sjá. Þú þarft auðvitað að eltast við þær sem ekki vilja þig, ekta karlmaður   You Are Hot 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Elsku dúllan mín. Hér er einhver hræðilegur misskilningur á ferð því allir bloggvinir mínir hurfu snögglega úr bakvinnslunni við breytingarnar sem gerð var á blogginu mínu.

Ég hafna ekki strákum af Skaganum nei nei sei sei nei. Spurning um að kynna þig fyrir vinahópnum;)

Gleðileg jól krúttið mitt.

Love always

Ellý Ármanns

Ellý Ármannsdóttir, 20.12.2007 kl. 10:31

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir Ellý mín, mér líður miklu betur. Og þetta með vinahópinn, hvað heldurðu, auðvitað er ég til í það. En ekki segja Gurrí frá þessum leynifundi okkar, hún á það til að vera pínu abbó.

Þröstur Unnar, 20.12.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hva ... Ellý á svo sætan mann og samt eltist hún við Þröstinn minn ... arggggg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband