o - Hausmynd

o

“Hvernig hefði líf mitt orðið hefði ég fæðst annarsstaðar í heiminum?”

Skessuhorn segir frá: Belgísk sjónvarpsstöð hefur leitað til Skessuhorns og óskað aðstoðar við að auglýsa eftir fólki hér á landi til þátttöku í allsérstæðu verkefni. Starfsfólk stöðvarinnar vinnur að gerð myndar þar sem rætt er við fólk úr mörgum heimsálfum sem á sömu afmælisdaga og fæðingarár. Því hafa þau uppi markvissa leit að fólki af báðum kynjum sem hefur neðangreinda afmælisdaga. Markmiðið með gerð þáttanna er að svara einni grundvallarspurningu: “Hvernig hefði líf mitt orðið hefði ég fæðst annarsstaðar í heiminum?” Leitað er að fólki með ólíkan bakgrunn, þjóðerni, fjárhag, félagsstöðu, menntun og fleira. Tilvitnun líkur.

BakarinnÉg var til dæmis ataður kúamykju, mold, heyi, og smurolíu til 15 ára aldurs (þá fór ég í bað).

Hefði ég nú fæðst á Indlandi og orðið prestur, eða BNA hermaður, eða Írskur drykkjurútur, eða Þýsk mella, eða Grænlenskur lúsasafnari, eða Færeyskt ferðasöngvaskáld, eða Danskur róni, eða Svissneskur auðjöfur, eða Spánskur vinberjakremjari, eða Franskur bakari.

 

Amen og gleðilega páska..........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég vildi óska að ég hefði fæðst í Frakklandi sunnarlega, þar er hlýrra en hér

Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband