o - Hausmynd

o

Af stórinnkaupum í Toys Rush og Kóngulóm............

Fór í þessa leikfangaverslun um daginn og ætlaði nú aldeilis að kaupa eitthvað af dóti fyrir litlu Eydísina mína. Gríðarlegt úrval af allskonar leikföngum ásótti mig úr öllum áttum og mér fannst eins og ég væri lentur inn í miðjum köngulóarvef (þó ég viti ekki nákvæmlega hvernig er að vera flæktur í slíkt) og gekk út einungis með DVD myndina Öskubuska II. Hef ákveðið að bíða með magninnkaup af leikföngum og hugsa aðeins umHPIM2967 hvort magnið eða gæðin fái að ráða í þessu.

Öskubuska lagðist vel í barnið en samt þurfti að lita pínu í Latabæjarlitabókina samhliða áhorfi.

Hún: Pabbi, villtu teikna Kónguló?

Pabbinn: Já já og teiknar risakönguló, kolsvarta.

Hún: Oj, og hendir frá sér blaðinu "óggislegt"

Pabbinn: Af hverju finnst þér Könguló ógeðsleg.

Hún: Hún getur ekki labbað.

Pabbinn: Jú.

Hún: Nei, hún skríður.

Ég hugsa málið og ákveð að gera aðra mynd í Barbí lit, og rétti henni.

Hún: Takk pabbi, hún er bleik. Villtu líka teikna köngulóarbarnið og bróðir og mömmu? (sömu dýrategundar)

Niðurstaðan kom ekki á óvart, þetta verða bleik jól.

No rush.

Sjúkkitt.......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt barnl. Auðvitað teiknar maður ekki svartar köngulær fyrir prinsessur, allt skal vera bleikt.  Var ég búin að segja þér að við eigum eina Eydísi og svo Aldísi og Freydísi og ég heiti Ásdís og systir sem heitir Bryndís og mágk. sem heimtir Þórdís og kisa heitir Glódís. Hvernig líst þér á ??

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 15:02

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Heyrðu Ásdís, þú lifir bara í Dísar-heimi. Snilld.

Takk Marta.

Þröstur Unnar, 15.11.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband