o - Hausmynd

o

Verslunarleiðangur í IKEA, enn og aftur.................

HPIM2883Eftir að hafa ráfað um verslunina í klukkutíma slapp ég út með tvo borðlampa og málverk. Einnig púða og teppi í BRATZ stíl fyrir prinsessuna mína. Veit ekki alveg hvernig hún kemur til með að taka því að kallinn sé að breyta um stíl, úr Princess í Bratz að henni forspurðri.

Stubbarnir eru að mestu leiti dottnir úr tísku, en það var sú tíðin að ekkert annað komst að. Kíkti inn í nýju leikfangaverslunina Toys-eitthvað, og hvílíkt úrval af leikföngum hef ég ekki séð. Náði þar í nokkrar DVD barnamyndir fyrir barnið.

 

 

HPIM1372

 

Held bara að vetur konungur sé hinumegin við hornið og þá þarf að fara að athuga með 38" dekkin undir jeppann svo allt verði klárt á fjöllin um leið og snjófært verður.

Set hérna eina mynd í tilefni fyrsta vetradags, já já þetta er ég eftir 46 grillmáltíðir sumarsins í hitteðfyrra.

So what...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG ég sé að snúllan þín er vafin í Teletubbies sængurföt. Fær maður svoleiðis hér á landi?

Ég get nú ekki séð að allar grillmáltíðarnar hafi skaðað þig Þröstur. Allavega ekki svona úr fjarska. Kannski ertu bara fjarska fallegur.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Þessum sængurfötum var smyglað inn í landið frá Danmörku og hafa verið í uppáhaldi frá frumbernsku hennar ásamt DVD myndinni.

Já Jóna höfum það bara fjarska-eitthvað.

Þröstur Unnar, 29.10.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Bannað að gera grín að mönnum í "hönk".

Þröstur Unnar, 31.10.2007 kl. 14:37

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg sú stutta ... og pabbi flottur svona ber að ofan úff ekki hollt fyrir mann að sjá svonalagað

Marta B Helgadóttir, 31.10.2007 kl. 21:45

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert svo skondinn. Jeppamyndir og snjór á sumrin og berir karlmenn þegar hann er farinn að snjóa, en þetta er bara spennandi, áttu fleiri svona myndir.??

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband