o - Hausmynd

o

Af mænuvökvasjúklingi og yndislegri vinkonu úr grárri forneskju.....................

Útskrifaðist af Landspítalanum í gær og hana nú. Ástæða innlagnarinnar var að það fannst pínu blóð í mænuvökvasullinu, svo lítið að það sást ekki í fyrstu. Var skipað að rúlla mér beint í bæinn og inn á bráðamóttöku sem ég og hlýddi svo til strax. Þar tók við mér haugur af hjúkkum sem rúlluðu mér fram og aftur um ganga spítalans á milli þess sem ég var stungin, bankaður, kreistur, sneiðmyndaður,skuggasneiðmyndaður og eitthvað miklu fleira sem ég kann ekki að nefna. Mér fannst ég eins og alvöru mænuvökvasjúklingur þar sem mér var rúllað í hjólastól um allt og mátti ekki nefna upphátt að mig langaði að ganga. Skrýtið hvað maður verður miklu veikari um leið og maður sest í hjólastól. Fannst alveg eins og lífið væri að fjara út, á 20 km hraða um ranghala slysó. Fyrsta skuggasneiðmyndartakan klikkaði og þá var klukkan langt gengin í kvöldmat á föstudaginn og mér skipað að vera kyrr um nóttina hjá hjúkkunum. Það samþykkti ég hinsvegar ekki og rauk út í Stóra-Rauð (með hjúkkurnar á bakinu, óskhyggja) og ók sem leið lá upp á Skagann indæla, eftir að hafa gefið loforð um að mæta kl 11:00 sharp, daginn eftir.

Í törninni á laugardeginum klikkaði ekkert og ég útskrifaður sem heill maður með stöku hausverkjaköst, (sem mundu drepa djöfulinn ef hann væri til) af ungri og fallegri hjúkrunarkonu. Skrítið hvað er lítið af karlmannalæknum þarna, ekki það að ég sé að kvarta ne ne.

Elva

 

 

Var að horfa á þáttinn hennar Evu Maríu á Rúv þar sem hún spjallaði við gamla vinkonu mína Elvu Ósk Ólafsdóttur. En Elva er ein af þeim konum sem verða bara fallegri með aldrinum og alltaf með hjartað á réttum stað.

Frábærir þættir hjá Evu Maríu.

Það held ég nú góðir hálsar..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já Elva er glæsileg kona, en gott að þú ert kominn heim vona að allt verði í lagi

Rebbý, 21.10.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað er einn haugur af hjúkkum margar hjúkkur ?

Anna Einarsdóttir, 22.10.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Það eru fjórar hjólbörur Anna mín

Þröstur Unnar, 22.10.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér með Elvu hún er afskaplega falleg og hefur fallega framkomu. Sonur minn þessi sem er alltaf að slasa sig, var einu sinni í morfín rússu upp á spítala eftir hjólaslys þá 16 ára og vildi bara tala við fallegu ljóshærðu hjúkkuna með þykku fléttuna, meira segja á vaktaskiptum missti hann sig alveg og sagðist deyja ef hún færi, þvílík dramatík, en líka fyndið fyrir okkur fóstra hans standandi yfir sjúklingnum.  Hafðu það gott og vonandi líður þér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 23:05

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú hefur nú bara feikað þetta til að komast aðeins inn á spítala að láta sætar hjúkkur þukla þig!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.10.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband