16.10.2007 | 22:08
Söngvaskáldið Pétur Ben.................
Var að horfa á þennan þátt á Rúv, og verð að segja það að þessi strákur er snillingur. Ég féll gjörsamlega í stafi (ekki samt alla stafina) heldur frekar hurðarstafi, e.kannski hugarstafi (bull er etta).
Þetta eru fingurnir sem ég hef óskað mér alla æfi, en sjáðu ég fékk bara þykka bændafingur á allar tíu kjúkurnar. En spila nú samt bænirnar mínar, stundum á kvöldin þegar enginn heyrir (sem er nú yfirleitt).
Hugsa mér mögulega einhvertíma, einhverstaðar að sjá þennan snilling spila í návígi.
Jess sör........
Athugasemdir
Já, ég hef heyrt vel látið af honum og heyrðu smá af þessu í kvöld, hann er góður drengurinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 22:28
Já hann er góður.
Marta B Helgadóttir, 17.10.2007 kl. 18:06
Hann er æði.
Ragga (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 18:45
Ertu til í að kíkja á síðuna mína og leggja mér lið??
Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.