15.10.2007 | 21:32
Át svona kvikindi í kvöldmatinn.....................
og held ég geri það ekki aftur. Þetta heitir Kvóti, held ég og mér er hálf flökurt.
Kastljósið varpaði engu ljósi á lygarnar í Borg dauðans. Held að Svandís eigi eftir að sjá eftir upphlaupi sínu þó seinna verði, því miður.
Auglýsi eftir fréttamönnum sem geta skrifað um eitthvað annað en Orkuveituklúðrið.
Neibb hef ekkert annað að gera nema lesa leiðindablogg, annars fann ég eitt sem er athyglisvert. Sparisjóður grínista og nágrennis er að stofna stjórnmálaflokkinn Bloggflokkurinn.
See jú............
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Hæ gæ. Húsbandið þakkar góðar kveðjur. Við eigum Musso 99 sem er að bilast og svo á hann chrysler 5th avenue 89 sem hann er að gera upp þegar hann getur eitthvað gert.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 22:20
Þarna kemur skýringin á þvi að þú sért komin með rugluna...Þröstur minn. Maður skildi passa hvað maður lætur ofan í sig. Finnst þú samt alveg hreint ágætur!
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 23:10
Kvótinn var fínn á braggðið, en fór ég að volgna að innan eftir korter og ákvað að skila mínum Kvóta.
Er orðin Kvótalaus og slappur.
Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 23:19
Ég hef aldrei litið á þetta þannig enda et ég ekki Þorsk. Ég et bara það sem stjórnvöld kenndu foreldrum mínum að venja mig á eða hræ-ætu fiskinn Ýsuna. Mér finnst Ýsa góð og er auðvelt að koma henni niður í liðið heima hjá mér. Hér eftir er allur fiskur (nema Gullfiskur) þýfi í mínum augum. Nema kannski var einhver harðnaður, veðurbarinn trillukarl sem veiddi þennan sem ég át í gær, hver veit.
Halla Rut , 16.10.2007 kl. 12:32
Æ hvað þú ert mikið krútt. Þú ert líka skemmtilegur.
Anna Einarsdóttir, 16.10.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.