13.10.2007 | 13:25
Útsofelsi - Vorhret - Merkilegur dagur...................
Það var ekkert sem vakti mig í morgun um kl. tíu og það finnst mér merkilegt. Að geta sofið svona hræðilega lengi án þess að vakna. (er maður ekki sofandi þá, ef maður er ekki vakandi?) Espaðist allur upp þegar ég áttaði mig á því hvað klukkan var orðin margt. En veit ekki af hverju, það var sosum ekkert sem lá fyrir að gera í dag. Nenni sosum ekki til Borgarinnar að versla í IKEA þó það sé nú reyndar ýmislegt sem vantar. Þá er ég líka haldin þessum hræðilega sjúkdómi Verslunarkjarnafælni, sem ekki hefur fengið viðurkenningu lækna á að vera sjúkdómur, en gæti kannski flokkast sem félagsfælni, bíts me.
Anyway, skítaveður á Skaganum núna, þið elskurnar sem vitið það ekki nú þegar, og ekki köttum út sigandi. Hundum virðist þó alltaf vera út sigandi. En fátt pirrar mig meira en rattattinn í næsta húsi sem gjammar eitt gjamm á 5 sekúndna fresti þegar honum er hleypt út á miljónkróna pallinn sem smíðaður var í sumar, en sem betur fer opnast garðdyrnar yfirleitt alltaf eftir tíu mínútna útiveru kvikindisins og frúin kallar "koddu,koddu,koddu".
Annars er eitt sem gerir þennan dag merkilegri en aðra daga fyrir mig, að fyrir þremur árum fæddist í þennan heim eitt af fjórum ljósum lífs míns, hún Eydís Lára.
Athugasemdir
Hjartanlega, innilega, frábærlega til hamingju með daginn og yndislegu stelpuna þína!!! Ef ég væri ekki svona feimin innst inni hefði ég sagt, Æ, komum bara í IKEA, það er hellingur af óþarfa þar sem mig vantar svo. Dissaði reyndar IKEA í kommenti hjá Jennýju áðan og held að mér verði ekki hleypt inn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:31
Takk fyrir stúlkur.
Bíð eftir snjónum Lísa.
Æi Gurrí mín, þú verður að vinna bug á feimninni.
Þröstur Unnar, 13.10.2007 kl. 20:14
Hún er yndisleg hún Eydís Lára, til hamingju kúturinn minn.
Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.