8.10.2007 | 20:39
Fallegt fólk í ljótu hylki..................
Á hverjum degi sé ég mjög ófríða konu, sem ég hef aldrei talað við, en hef oft hugsað um hvernig henni líði og hvernig lífi hún lifi. Svona hugsanir skjóta iðulega upp kollinum hjá mér varðandi allskonar fólk, bæði fallegt og ófrítt, bara fólk almennt. Þetta með ófríðu konuna er ekkert að ásækja mig, en datt hún í hug eftir að hafa horft á fréttirnar áðan um hina óhefðbundnu fegurðarsamkeppni sem haldin var fyrir vestan í sumar, og einhver útlensk kona gerði heimildarmynd um.
Ég er frekar hlédrægur, nánast feiminn og hef mig sjaldan frammi í að tala við fólk að fyrra bragði nema um sé að ræða eitthvað sem tengist verslun, viðskiptum eða vinnu. En í dag þurfti ég að tala við konuna ófríðu varðandi vinnuna. Samtalið teygðist aðeins og konan breyttist hægt og rólega í fallega manneskju. Við kvöddumst og mér sýndist ég sjá þakklæti í svipnum hennar.
Þetta eru sosum engin ný vísindi, en bara smá áminning.
Jamm..........
Athugasemdir
Hm.. þú frekar hlédrægur, nánst feiminn og hefur þig sjaldnast í frammi? Hehemm.. ég er á síðu hjá einhverjum ókunnugum Þresti, þessi sem ég æltaði að heimsækja er ekkert af þessu
Nananabúbú
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 20:52
Feiminn? Ég veit ekki betur en þú hafir nýlega leikið í sápuóperu! Kommon! Góð pæling samt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:01
Þetta gengur eins í hina áttina. Manneskja sem manni finnst mjög falleg og svo opnar viðkomandi munninn og .....
Halla Rut , 8.10.2007 kl. 22:59
Mikið rétt Halla, en það skiptir minna máli.
Þröstur Unnar, 8.10.2007 kl. 23:03
Mér finnst þetta bara falleg færsla hjá þér. Sumir gefa sér engan tíma til að kíkja á persónuna fyrir innan...... en það gerðir þú.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:07
Ég skil ekki þessa færslu. Varð ófríð kona að fallegri manneskju og þakklát þér að hafa talað við sig? Ertu ekki að grínast?
Hugarfluga, 9.10.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.