Ég er að fá þetta 20 til 50 e-mail á dag og aðallega erlendis frá. Samt er ég með ruslpóstvörn og opna ekki brot af sendingunum. Er með gamalt póstfang og tími ekki að breyta því. Stundum fæ ég meil frá bloggurum sem eru ekki bloggvinir mínir og fer þeim sendingum fjölgandi. Sum eru skemmtileg og vinaleg, önnur leiðinleg og pirrandi svo einstaka sem innihalda tilboð af ýmsu tagi, t.d eins og "hættu að blogga" - "þú ættir að taka myndina af þér út" - "viltu koma í bíó" - " viltu hitta mig" . Alveg satt. En mér finnst þetta allt í lagi, bara ver só gúd. Þið sem bloggið hljótið að kannast við svona pósta.
Mér finnst nafnið Brynja mjög fallegt nafn, af gefnu tilefni. Einnig Elísabet Lára. Það nafn kom upp þegar verið var að ákveða hvað dóttir mín Eydís Lára átti að heita. Þannig er nú það, jamm.
Hún Jenný er búin að fá hálfa milljón heimsóknir á bloggið sitt sem ég er í raun ekkert undrandi yfir þar sem konan sú er algjör snillingur að skrifa um það sem fólk vill lesa, yfirleitt stuttar, hnitmiðaðar, vel orðaðar færslur. Til hamingju Jennslan mín.
So far so gúd...........
Athugasemdir
Aldrei fæ ég svona meil, svona skammar eða daðurs. Örgla af því ég er svo old. Fokkit.
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Það er rétt ég er skemmtileg (djók)
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 23:40
Þú ert sko ekki old, woman. Þú hefur húsvernd (band) sem ég hef ekki.
Þröstur Unnar, 1.10.2007 kl. 23:45
Elísabet Láru nafnið kom til greina.
Þröstur Unnar, 1.10.2007 kl. 23:54
húhúhú.. kannski ég ætti að skella mailinu mínu inn á bloggið... eða kannski ekki
Jóna Á. Gísladóttir, 2.10.2007 kl. 00:19
Ah takk fyrir þetta Þröstur og takk fyrir síðast
Brynja (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 02:04
Ég fæ aldrei tölvupóst frá svona fólki en það er líklega vegna þess að ég setti ekki netfangið mitt inn á síðuna. Er fólk í alvöru að bjóða þér í bíó? Eru það þá konur?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.10.2007 kl. 03:54
kannast við svona mail...einnig hringingar frá vinum; Heiða Bergþóra, núna ertu umþaðbil að fara yfir strikið! I wonder why....;) innlitskveðja á þig Þröstur minn.
Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 10:36
Ég kann ráð við þessu öllu !
Til að losna við ruslpóst, skaltu fá þér svokallað spam... á www.spamaid.com Hægt að fá 30 daga fría prufu og svo kostar þetta sáralítið.
Til að losna við email, skaltu þykjast vera klikk eins og ég. Allavega fæ ég engin bréf.
Anna Einarsdóttir, 2.10.2007 kl. 10:55
Aldrei fæ ég ekki neitt. Ekki síðan ég djöflaðist í Frjálslyndum, þá fékk ég stundum hvatningarbréf en síðan þá, ekkert. Og að nokkur bjóði mér út að borða, er af og frá. Eins og Nico er sæt
Kolgrima, 2.10.2007 kl. 12:01
Ég er með ruslpóstsíu og áður en hún kom þá voru þetta 100-200 meil á dag, erlend.
Mér finnst þetta ellt í lagi í dag, og bara gaman að fá meil frá bloggurum (að mestu leiti). Þið vitið náttúrulega að konur eru miklu harðari í að koma sér á framfæri heldur en karlar, ehaggi?
Þröstur Unnar, 2.10.2007 kl. 13:39
Anna þú hlítur að sjá að ég er klikk
Þröstur Unnar, 2.10.2007 kl. 13:41
Hæ Þröstur minn, himnalengjan mætt aftur(þjáist af lengd eins og þú) en þjáist þó ekki. Takk fyrir innlit og kveðjur til mín síðustu viku, hressandi. Nú fer ég að komast á fullt í bloggheima og hlakka mikið til. Varst þú nokkuð bitinn???
Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 19:30
Ég er umvafinn kvenfólki,
það get ég svarið,
þar mun verða veislunni margt í
Enn ekki bitinn.
Þröstur Unnar, 2.10.2007 kl. 19:37
Það er nú ekkert nýtt. Greinilega sami sjarmörinn og í Sigtúni í gamla daga . Dansarðu ennþá jafnvel? ... Hvernig var aftur lagið? .... bara svolítið lengur?
Ásdís H. (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 21:51
Ásdís, vildi að það hefði verið svolítið lengur.
Takk dúllan mín.
Þröstur Unnar, 3.10.2007 kl. 22:09
*Úps tvær Ásdísar, 17. átti að vera fyrir Ásdísi H.
Ásdís S velkomin aftir í undirheima bloggsins.
Þröstur Unnar, 3.10.2007 kl. 22:11
Þú ert nú svo sætur að ég er ekki hissa á að þær séu að bjóða þér út...
Halla Rut , 3.10.2007 kl. 23:16
Æi takk Halla ,en hef nú ekki þegið neitt útboð enn þá í gegnum bloggið.
Þröstur Unnar, 3.10.2007 kl. 23:30
Auðvitað veit ég að þú ert klikk.... en þótt ég sjái það... er ekki víst að ljóskur taki eftir því. Þú þarft að vera aðeins meira áberandi klikk.
Anna Einarsdóttir, 3.10.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.