o - Hausmynd

o

Laugardagur eru dagurinn .................

HPIM2949Þá er leikfimistími í Brekkubæjarskóla. Stundum er haldið á leikfimisbúningnum á meðan horft er á barnatímann um morguninn, þó tíminn byrji ekki fyrr en um hádegið. Eftir fyrsta tímann í haust fór maður ekki úr búningnum fyrr en morguninn eftir, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir foreldris við að afklæða barnið. Í dag var barnið alveg að pissa á sig, en pabbinn mátti alls ekki koma með og hjálpa, því þá hefði hann kannski getað misnotað aðstöðu sína og náð búningnum.

Pabbinn: Komdu nú úr leikfimisfötunum.

Hún:Þetta eru ekki leikfimisföt, þetta er fimmmmleikaföt.

Pabbinn: Komdu þá úr fimleikafötunum.

Hún: Nei ég ætla að vera í þeim miklu miklu lengi.

Pabbinn: Ætlarðu að vera óþekk?

Hún með hvassri röddu: Er ekki óþekk, ég er fimmmmleikaselpa.

Hún eftir dálitla þögn: Ég elska þig pabbi minn.

Bráðnun, barnið verður í fimmmmleikabúningnum í dag.

Jamm.................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dúllan, þau kunna sko alveg að bræða mann!

Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er bæði falleg og góð fimmmmmmleikastelpa,

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Hugarfluga

Arghhh ... mig langar í svona baddn!!

Hugarfluga, 29.9.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha þú ert þráður um litla fingur á fimmmmleikastelpunni

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband