o - Hausmynd

o

Mér finnst það svo hryllileg tilhugsun, að einhverjar kynferðislega brenglaðar manneskjur skoði myndir af barninu mínu nöktu í annarlegum tilgangi,

að ég hef ákveðið eftir mikla umhugsun, að birta ekki þannig myndir af dóttur minni aftur og eyði eða breyti þeim sem fyrir eru. Síðustu færslu mína birti ég með hálfum hug, en hef nú breytt henni. Það er sárt að geta ekki deilt með öðrum þessari yndislegustu fegurð og sakleysi sem fyrirfinnst í henni veröld, sem að sjálfsögðu öllum "heilbrigðum" foreldrum finnst barnið sitt vera.

Þið "hin" ykkur skal fækkað.

Þetta er náttúrulega opinber vettvangur hérna, verð að sætta mig við það, en reiðin kraumar í mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já - ótrúlegt - maður spáir ekki einu sinni í að þetta sé áhætta
eina sem ég hef séð er gullfallegt barn að njóta lífsins, en skil þig mjög vel

Rebbý, 17.9.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil þig Þröstur og passa líka vel hvaða myndir ég set inn.  Samt verð ég svo reið yfir því að þurfa að láta perraviðbjóði stjórna lífi mínu upp að þessu marki.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Kolgrima

Myndin af krútthildi er svo sæt - var ég búin að segja það? - og sakleysisleg af henni í stólaheitapottinum. En það er alls konar fólk í heiminum og sumt mjög undarlegt svo ég skil þig vel.

Kolgrima, 18.9.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skil þig vel, samt er sorglegt að þurfa að láta perrana skemma fyrir sér og afmarka hvað maður gerir og hvað ekki.

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Þröstur var þetta eitthvað sem ég sagði. Í sambandi við merktu myndirnar, Astrid Lindgren og þetta allt.

Það er óþolandi að þurfa að reyna að rýna inn í hausinn á perrunum. Maður er eiginlega neyddur til að setja sig í þeirra spor þegar kemur að eins saklausum hlut og nöktu barni á mynd. Arghh..

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei Jóna, Þetta er bara búið að vera að veltast í hausnum á mér lengi.

Þröstur Unnar, 20.9.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband