Moggablogginu hefur verið breytt aftur til betri vegar. Þeir eiga hrós skilið fyrir bregðast skjótt við óskum okkar.
Fyrri færsla:
Búið er að taka út þann möguleika að fylgjast með nýjum athugasemdum í bloggvina flipanum efst á skjánum. Aðeins kemur "Nýtt" ef skrifuð er ný færsla. Þetta breytir því að erfiðara eða nánast ómögulegt, verður að fylgjast með nýjum athugasemdum bloggvina í kerfinu. Mér finnst þetta skipta mjög miklu máli þar sem fólk er að skiptast á skoðunum í kommentakerfinu um tilteknar færslur. Ekki er möguleiki fyrir þá sem eru með kannski 20 bloggvini að fylgjast með, nema að heimsækja alla af og til, að tékka á nýju kommenti.
Er búinn að standa í bréfaskiptum við kerfisstjóra í dag.
Mundi mjög gjarnan þiggja komment á þetta hér, ef þið kannist við þetta eða viljið breyta til baka.
Það held ég..................
Athugasemdir
En... það er búið að bæta við bleikum athugasemdum
Heiða B. Heiðars, 4.9.2007 kl. 09:24
Bleikt og bjútífúl ... rosa fínt núna!!
Hugarfluga, 4.9.2007 kl. 09:27
Sá áðan á bloggvinalistanum mínum, að það er komin merking, þegar er búið að skrifa nýja athugasemd hjá einhverjum þeirra. Mér finnst það rosalegur munur
Jónína Dúadóttir, 4.9.2007 kl. 09:30
hmmmm,,,,,,, kerfisstjórinn er kvenmaður , ferlega fallega bleikur.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 09:44
Þeir eru snillingar og hlýða okkur í einu og öllu
Veit ekki með bleika litinn, ég er kannski búinn að kvarta nóg.
Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 11:10
Þetta bleika er miklu betra og miklu flottara.. En víst að þetta er að valda þér svona vandræðum Motta mín þá hefur þú líklega ekki séð athugasemdirnar hér http://sigrunb.blog.is/blog/bjorg_f/entry/301465/#comments þar sem ein ungfrú var að bjóða þér í mat..
Björg F (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:11
Æi þú ert dúllurassgat Bjögga, bleik og sæt.
Ég heiti ekki Þorsteinn e-hvað. Heldurru að að ég þori út að borða með konu sem kann ekki að segja (skrifa) nafnið mitt?
Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 15:52
hmmm... sko það var Anna sem var að bjóða.. hún sagði nafnið hárrétt..
Björg F (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.