2.9.2007 | 09:15
Til hver seru peningarnir ef ekki að kaupa sér það sem mann langar í, eða þá þjónustu sem manni hugnast í það og það skiptið.
Björn Bjarnason ákvað einhliða að loka sérstöku öryggishliði fyrir Saga-Class farþega án útskýringa. Finnst það alveg með ólíkindum að ráðherra skuli vera að hlaupa á eftir skoðunum örfárra sem hafa ekki efni á að nota Saga-Class.
Get ekki séð neitt að því að þeir sem eigi meiri peninga en aðrir, nýti sér dýrari þjónustu og eða kaupi sér það sem þeim langar í.
Stéttaskipting? Auðvitað. Hún er löngu komin til að vera.
Sérstakt öryggishlið fyrir Saga-classfarþega ónauðsynlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var bara nokkuð nóg af saga class farþegum??
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 11:25
Málið snýst ekki um stéttaskiptingu, peninga eða þjónustustig, heldur um öryggi. Það er ekki leitað eins vel í Saga-Class hliðinu sem leiðir til þess að öryggi allra farþega er fórnað fyrir glæ. Hvort heldurðu að hryðjuverkamaður kaupi sér almennt sæti þar sem leitað er vel að vopnum eða Saga-Class þar sem leitað er illa?
Kristján Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 11:52
Að sjálfsögðu verður að ganga út frá því að leitunarþjónustan verði ekki síðri á Saga-Class. Þannig að þessi röksemdarfærsla þín fellur um sjálfa sig Kristján.
Þröstur Unnar, 2.9.2007 kl. 14:14
Röksemdarfærslan hjá Kristjáni stendur og fellur ekki um sjálfa sig á meðan það er ekki leitað eins vel á Saga-Class farþegum og almennum farþegum, en um leið og farið er að leita á þeim eins og á almennum farþegum, þá er þessi lúxus enginn og þá er þetta hlið óþarft.
Sævar Einarsson, 2.9.2007 kl. 15:49
Gott innlegg Laissez-Faire.
Ég er sammála þér með að þetta á vissulega rétt á sér. Þessi rök um lakari öryggisgæslu eru ekki til umræðu hjá mér. Ég geng út frá því að það sé sama öryggisgæsla hjá öllum, og eftirlitið ætti að sjálfsögðu að ganga hraðar fyrir sig í Saga-Class, bæði þar sem þar eru færri farþegar og fleiri öryggisverðir til þess að þjóna betur þeim farþegum sem borga meira fyrir það.
Flugfélagið á að sjálfsögðu að greiða fyrir þjónustuna, en á endanum hlýtur Saga-Class farþeginn að borga brúsann, að miklu eða öllu leyti.
Þröstur Unnar, 2.9.2007 kl. 20:44
Gallinn er bara sá að Saga-class farþegar eru ekki að borga neitt fyrir öryggisgæsluna. Hún er ekki rekin af Flugleiðum eða Leifsstöð, heldur af sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þess vegna væri kannski eðlilegt að spyrja: af hverju eiga þeir sem ferðast með Saga-class og borga fyrir að fá meiri þjónustu frá Flugleiðum, jafnframt að fá betri þjónustu frá hinu opinbera, sem rekið er fyrir skattfé almennings? Eða eigum við að taka upp þá stefnu að menn borgi bara fyrir allt og fái þjónustu í takt við það, þar með talið opinbera þjónustu? Þannig þeir sem hafa lítil fjárráð fái þá litla sem enga þjónustu frá hinu opinbera? Ég bara velti þessu rétt sig svona upp vegna þessarar umræðu.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:46
Sigurður.
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli kemur ekki til með að greiða fyrir þetta öryggishlið, ef það verður áfram. Það verða þá mjög líklega flugfélögin sem borga brúsann, sem eðlilegt er. Svo er það þeirra mál hvernig þau ná peningunum inn aftur. Það er að sjálfsögðu ekki réttlætanlegt að þeir efnaðri fái einhverja betri þjónustu frá hinu opinbera.
Þröstur Unnar, 2.9.2007 kl. 20:54
Það er út af þessu sem ég er að fá mér einkaþotu.
Hjalti Garðarsson, 3.9.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.