31.8.2007 | 20:29
Getur verið hættulegt fyrir karlmenn að vera með fartölvuna of ofarlega á lærunum?
Þetta er spurning sem ég hef stundum velt fyrir mér þegar ég hef setið lengi með fæturna á sófaborðinu og hún færist alltaf ofar og ofar eftir því sem spenningurinn eykst við blogglesturinn.
Hef þess vegna ákveðið að kaupa mér Lasy-Man stól með sérstöku útbúnaði fyrir fartölvu, þar sem hægt er að sveifla henni fram og til baka án þess að hún snerti líkamann.
Svo er Ellý líka að hætta að blogga þannig að mesti spenningurinn fer að fjara út, nema Jenný taki við eða jafnvel Dúa.....hver veit.
Fann ekki mynd af karlmanni með laptop.....muhahaha
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Góð spurning...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 21:03
er til svoleiðis stóll. Ætli við getum ekki fengið svona hópafslátt ef við kaupum öll svoleiðis. Þetta gæti verið kynskiptingur á myndinni. Kannski hafði hann lappann alltaf of ofarlega og allt dótaríið varð ónýtt og hann ákvað í framhaldinu bara að láta kötta allt draslið af og safna brjóstum og hári.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.