Hef að vísu ekki oft "lent" í löggunni og aldrei fengið nafn mitt skráð á sakaskrá né punkt í ökuferilskrá. En þessi fáu skipti sem lögreglan hefur "þurft" að hafa afskipti af mér verða ekki rakin hér. En eitt er víst, ég hef lært að forðast lögregluna og treysti henni ekki.
Einu sinni ákvað ég að hringja í lögregluna og kvarta yfir hraðakstri malarflutningabíla við íbúðagötu sem ég bjó við. Spurningar lögreglu: Nafnið þitt, kennitala, hvernig veistu að þeir aki of hratt, varstu með hraðamæli?.....Ég þakkaði fyrir mig og kvaddi.
Í gær ákvað ég að hringja í lögregluna eftir beiðni Bylgjunnar vegna BMV bifreiðar sem útlendingar áttu að hafa ekið, eftir skartgripaþjófnaði. Ég sagist vera að hringja vegna beiðni Bylgjunnar og halda að ég hefði séð bílinn á ákveðnum stað og stund. Svar lögreglunnar: Ég hef ekki heyrt af þessu, nafnið þitt, kennitala, takk og bless.......Úps geri þetta aldrei aftur.
Hef mikið verið að velta fyrir mér þessu Þvagleggsmáli á Selfossi og vil eiginlega ekki æra óstöðugan með því að skipta mér af því í ljósi reynslu minnar, en bendi á bloggsíðu Jennýar. Það bara verður að útkljá þetta mál, og upplýsa borgarana um niðurstöðu þess.
Það held ég nú..........
Athugasemdir
Æ já, þeir geta verið ógnvekjandi, sumir gangast svo upp í valdinu. Best að þurfa helst aldrei að tala við þá. Við förum bara varlega Þröstur minn knús á sætu stelpuna þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:37
Það geta nú komið upp þær óviðráðanlegu aðstæður að það þurfi að tala við þá!!!!! Vont að geta ekki treyst þeim...........
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 20:49
andskotinn
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.