20.8.2007 | 20:08
Mér finnst yfirleitt ekki skipta miklu máli í hvaða fötum ég geng, og er oftast í því sem mér þykir þægilegast í það og það skiptið.
Það var svo gott veður um helgina, og við notuðum laugardaginn til hjólatúra, með stuttum hléum.Aðeins var farið að kólna um kvöldið þegar við komum út, ég á stuttermabol og ákvað að skreppa inn og ná mér í peysu. Greip peysu sem sjaldan er notuð nema á einstaka dansleik þegar maður þarf að vera töff fyrir gellurnar, og þegar ég kom út til hennar horfði hún upp til mín, mjög alvarleg á svipinn og spurði. Pabbi ertu í Indíánapeysu? Hún er að verða þriggja ára og hefur aldrei áður sem heitið getur, sett út á klæðaburð minn áður, nema kannski nokkur göt á uppáhalds gallabuxunum mínum.Henti peysunni.
Athugasemdir
ekki skrítið elsku kallinn minn að þú sért einn ef svona lítil dama getur meira að segja sett út á fatnaðinn sem notaður er við að sýna sig fyrir dömunum
Rebbý, 20.8.2007 kl. 20:52
Falleg stúlka og smekkleg heyrist mér líka, mun passa upp á gamla manninn í framtíðinni, að hann verði ekki sér eða öðrum til vansa.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 20:54
Já Rebbý, mig grunaði að það væru fötin, sem gerðu mig einstæðan.
Takk Ásdís, hún passar sko upp á kallinn sinn.
Þröstur Unnar, 20.8.2007 kl. 22:09
Gott að eiga svona einkatískuráðgjafa.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.8.2007 kl. 14:45
Hohóhó... þetta er bara byrjunin kallinn minn.
Að sjá þessi augu. þetta eru ákveðin og viljasterk augu. Augnaráðið eitt mun fá þig til að játa öllu sem hún biður um. Pabbi mig langar í Volvo. Ok elskan mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.