o - Hausmynd

o

Tónleikarnir á Laugardagsvelli

stóðu engan vegin undir væntingum mínum, og sé ekki eftir að hafa setið heima. Eina atriðið sem eitthvað var varið í voru Eyþór, Þorvaldur og Andrea. Bubbi klikkaði algjörlega með því að koma fram eins og verkalýðsforingi og rífa kjaft um eitthvað sem hann hefur greinilega ekki hundsvit á. Og að kóróna ruglið með að spila einn á gítar fyrir 30 þúsund manns og halda því fram sjálfur að hann "rokkaði" rugl. Stuðmenn, neee virkar ekki á þessari jörð að leika einhverja uppgjafa þjóðverja. Bjöggi minn, vertu heima. Helgi Björnsson reyndi en gat ekki, en set hann þó í annað sætið. Drengja og stúlknakórar (tríó) uss uss uss. Óperusöngvari, neibb, bara fyrir uppgjafa húsmæður að norðan.

Gleymi ég einhverju?,,, þá það

Það held ég nú....................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfði á hluta af þessu í dag, eina sem vit var í var Mugison að mínu mati. Hitt var rugl.

Ragga (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Ragga, gleymdi honum. Hann var fínn og ég fílaði vel trommuleikarann.

Þröstur Unnar, 19.8.2007 kl. 21:38

3 identicon

Addi er töff, þeir eru það allir sem spila með herra Mugison, þvílíka snilldin!

Ragga (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nú ætla ég að þegja því ég sá ekki tónleikana í heild sinni

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 21:56

5 Smámynd: Rebbý

er nú ekki uppgjafa húsmóðir að norðan og naut þess að sjá Garðar og nýja strákabandið
Muggison - flott atriði,  Helgi reyndi en er farinn að eldast og Todmobil aldrei heillað einhverra hluta vegna
Stuðmenn og Bubbi og Nylon máttu missa sig en Palli er alltaf jafn mikil elska

Rebbý, 20.8.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er nú bara þokkalega sammála þér í þessu. Útför Stuðmanna verður auglýst fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 11:38

7 identicon

Mugison var alveg frábær. Verð að segja að Garðar var það líka. Mikill sjarmi yfir svona huggulegum tenór. Hann gerði þetta vel, en skil að þetta féll kannski ekki alveg í kramið hjá öllum. Kann að meta hann enda húsmóðir ofl. á Vesturlandi (ekki uppgjafahúsmóðir enn ). Aldrei fílað Bubba með þetta uppgerðarverkalýðsforingjatal og mér fannst Stuðmenn sýna áheyrendum lítilsvirðingu með því að koma illa mannaðir og áhugalausir. Það skein svo sannarlega í gegn. Ef þeim finnst þeir vera yfir það hafnir að skemmta fólki ættu þeir bara að hætta að reyna það.

Ásdís H. (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband