o - Hausmynd

o

Kvöldblogg eftir rok og rykdag

IMG_1344Ekkert sosum sérstakt bara að fikta á lyklaborðið til að færa síðustu færslu neðar. Nenni ekki að setja mig inn í málefni dagsins, hef bara ruglað svolítið í kommentakerfinu og örglega pirrað einhvern gáfubloggarann. Það eru nefnilega sumir hérna sem vilja að allir bloggi gáfu og málefnalega. Ég er nú bara alls ekki sammála því, finnst bara að það megi nota bloggið líka eins og maður talar við mann á götunni, og ef það hentar ekki einhverjum þá bara hann um það. Bolur bloggari, bloggaði Nano-blogg og bara fínt fyrir hann, en ekki aðra sem tuðuðu endalaust yfir því og sármóðguðust. Ekki eins og eigi að gefa allt þetta út á bók, eða hvað? Maður má vera reiður, glaður, sorgmæddur, hissa, móðgaður, forvitinn, gáfaður, heimskur....gleymdi ég einhverju?.. örugglega. Sumir hérna hafa bent mér á góðar leiðir til þess að skrifa og það er gott að eiga það í handraðanum ef manni hugnaðist hugarró eitthvað kvöldið. Já já og bara á því að fylgjast með sumum síðunum hérna lærir maður bæði hvernig á að setja upp skemmtilegan og góðan texta sem og útgáfu (publishing) bloggsíðu. Svo er að koma hugsunum sínum, í bland við fréttatengt efni á framfæri, gera sumir betur en aðrir. Neibb, er ekki að smjaðra neitt, nei nei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég er mjög klár, það er rétt hjá þér.  Muhahahahaha.  Takk fyrir daginn bloggvinur.  Með kveðju á Skagann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Rebbý

nei nei  ekkert að smjaðra
flottir bloggarar þó sem þú vísar í   hahaha

Rebbý, 15.8.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vertu þú sjálfur, skoðaðu heiminn gerðu allt sem þig langar að gera og láttu engan segja þér fyrir verkum.  Have a nice tomorrow.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 00:16

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú ert krútt Þröstur minn. Það er sko rétt hjá þér að hér má vera hvað sem er. Og það besta af öllu, heimskari en hænsni. Það er yndisleg tilfinning.

Ertu að fara í haustfrí?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband