13.8.2007 | 20:49
Til hamingju með gærdaginn Gurrí - Akranes eftir annasama helgi.
Á leið minni í vinnu í morgun þurfti ég að aka yfir ökkladjúpt vatn á Skagabrautinni, auðveldlega að sjálfsögðu á mínum háfjallajeppa. Hugsaði ekkert meira um það og grunaði þá ekki minnstu vitund að þetta gæti tengst mér á nokkurn hátt. En eftir að Hjálmar hjá Orkuveitunni kom til mín um hádegið, og færði mér þær fréttir að aðalkaldavatnsæð mitt á milli Himnaríkis og vinnustaðar míns, hefði gefist upp og sprungið í loft upp, og að ég yrði nú vatnslaus í fyrramálið, fór málið að versna. Varð að finna sökudólginn og það í hvelli. Álagið á vatnslögnina hafi orðið of mikið í gær. Miklar kaffiuppáhellingar í Himnaríki, uppvask og misnotkun vatns við þvotta hjá mér í gær. Þetta hlýtur bara að vera ástæðan. Æðin hálftæmdist og svo skrúfuðum við Gurrí fyrir um miðnættið og búúúm.
Súing Himnaríki.
Truflanir á rennsli vatns á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gurrí dúlla þarf nú sitt vatn í himnaríki, vertu góður við hana.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 21:37
Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 22:25
Hehehheheheheheheheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.