11.8.2007 | 17:52
Hugmynd að nýrri 3ja daga hátíð að fæðast
Lambakjötshátiðin Mikla á Hvammstanga skal hún heita. Hún skal haldin í kvosinni fyrir ofan bæinn. Lágmarksfjöldi skal vera 30 þúsund manns. Boðið verður upp á nýslátruð lömb í tonnavís, niðursneydd og tilbúin á grillið.
Allt fiskimeti stranglega bannað.
Ölið skal flæða alla dagana en tekið verður hart á dópi og ofbeldi af öllu tagi.
Ekkert aldurstakmark yfir nóttina en 18 til 25 ára skulu í svefnpokana yfir daginn.
Athugasemdir
Passaðu bara að láta það ekki lenda á sömu helgi og Fiskideg, annað er o.k.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:05
Nú spyr ég kannski eins og asni Þröstur, en býrð þú á Hvammstanga?
Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 08:46
Nei Jóna, Akranesi. En er fæddur og uppalin fyrir norðan.
Þröstur Unnar, 12.8.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.