o - Hausmynd

o

Árið sem ég fór ekki á Þjóðhátíð

Freddy Merc1986 var ég á ferðalagi um Evrópu, nánar á tjaldstæði við borgina Nice í Frakklandi, um það bil 100 metrum frá ströndinni. Það var 35 til 40 gráðu hiti og nauðsynlegt að kæla sig í sjónum annað slagið. Á rölti okkar um nágrennið rákumst við á lítið skilti sem á stóð " Queen qoncert tonight" og ör benti inn eftir malargötu. Við héldum auðvitað að þetta væri spaug, en fórum þó götuna þangað til við komum að risastórum rústum kastala og burtreiðarvallar, sem hlaðin stúkusæti umkringdu. Svæðið var afgirt og skúrar stóðu við stórt hlið inn á það. Þarna voru sem sagt seldir miðar á eina síðustu tónleika hljómsveitarinnar Queen. Við keyptum að sjálfsögðu miða og nutum frábærustu tónleika fyrr og síðar, um kvöldið.

Þetta var í júlí mánuði og nokkrum vikum síðar spiluðu þeir síðustu tónleika sína á Wembley Stadium leikvanginum.

 

http://www.youtube.com/watch?v=cxbFLYa0_bw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O! Hefði viljað vera þar.

Ásdís H (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:20

2 identicon

Eitt af svona skemmtilegum "happy accidents" ... svona eins og þegar vinur minn um daginn var á röltinu í Los Angeles einn daginn með félaga sínum, þeir nenntu fáu en ákváðu að kíkja um svæðið í kringum hótelið og sáu mannþröng fyrir framan bíó, sem leiddi svo í ljós að var ákveðin forsýning á myndinni Ocean's Thirteen og var félaginn einungis meter eða svo frá öllum helstu stjörnunum ...

Tek undir með Ásdísi samt ... hefði viljað vera á þessum hljómleikum, því það hefði verið frábært að upplifa tónleika með Queen. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:36

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG. Váááá! ótrúleg heppni. Ótrúleg tilviljun. Áttu myndir?

Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 10:25

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Jóna ég á myndir sem þarf að skanna. Set þær seinna.

Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 10:31

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega varstu heppinn, þetta hlýtur að hafa verið algjört æði 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband