o - Hausmynd

o

Verslunarmenn í dags fríi............

foodGerðist skyndilega banhungraður um áttaleytið og ákvað að rífa mig frá blogginu, (það var að verða svo klámfengið hvort sem var) og leita uppi opna verslunarmanna-búð í bænum. En viti menn allt lokað, nema bensínstöðvar, það eru hvort sem er ekki verslanir, eða hvað. En eftir smá leit fann ég verslun (bakvið húsið hjá mér) sem var galopin. En þegar ég kom þar inn datt mér í hug hryðjuverkaárás. Það litla sem eftir var í versluninni voru nokkur epli og marin vínber á gólfinu. Fór sneyptur heim og á bloggið, sem upplýsti mig um nýjan bloggvin sem af ásettu ráði birti á síðu sinni uppskrift að dýrindis lambakjötsrétti.Takk fyrir það Doddi minn.

Í matinn hjá mér var Coco Puffs og beyglur með rúsínum, eldaðar í AEG örbylgjuofni.

SúingVR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æææææææ, og ég, nágrannakonan fór í þetta fína matarboð á Vesturgötuna. Verst með að þú þurftir að borða rúsínur, þær eru ekki mannamatur að mínu mati.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð bloggin í dag hjá þér strákur, verst með kvöldmatinn áttirðu ekki einu sinni núðlur og ost?? maður á alltaf að eiga það. 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvaða hræðilegu krepnærbuxur eru þetta?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rúsínur eru góðar og alveg bráðnauðsynlegar í t.d. hrísgrjónagraut, brauðsúpu, jólaköku... og með hnetum. En bestar eru þær í Siríussúkkulaði.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.8.2007 kl. 06:22

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvar ert þú alin upp eiginlega Kristín. Þekki engan sem er svona mikið sammála mér með rúsínurnar, eins og þú.

Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 09:43

6 identicon

Leiðinlegt að heyra með kvöldmatinn þinn. Hefðirðu verið á svæðinu hér, hefði verið svo einfalt að droppa við og fá í gogginn hjá mér. Pælum í því næst!

Áttirðu ekki örugglega mjólk út á Puffsið? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:45

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Þrusu þakkir Doddi. Man það næst þegar ég verð svangur, einmana, kaldur og allar búðir lokaðar. Átti smá mjólkurdreitil.

Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband