o - Hausmynd

o

Deginum skal varið (hugsanlega) í hreingerningar

thinkingá 200 fm. húsnæði. Ryksugað, skúrað, þurrkað af, stólar, borð, hillur, skápar.

Annað kemur ekki til greina. Helgin að líða og hef bara legið í leti, lesið blogg, horft á sjónvarp, elst um 4 ár, sofnað, vaknað.

Já, Jenný Anna Baldursdóttirritaði á bloggið mitt að ég væri orðinn of gamall til að fara á Þjóðhátíð, ahh, gott hún minnti mig á það, annars hefði ég alveg eins átt það til að fara.

Jóna Gísladóttir orðin fræg. Af hverju fengum við ekki bara að hafa hana í friði? Það er svo allt öðruvísi að tala við fræga fólkið.

Renni mér annað slagið inn á frábæra bloggsíðu Katrínar Snæhólm Baldursdóttur til þess að uppfæra hugsunina og ná í andlegt fóður, kem alltaf betri maður þaðan.

Haustið að koma. Rökkur á kvöldin, lægðirnar læðast upp að suðurströndinni með tilheyrandi roki og rigningu.

Eydís Lára í tjaldútilegu með mömmu sinni, tómlegt í bænum.

Síjú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku drengurinn minn, hvar ertu svona aleinn?? þetta gengur ekki, hættu og drífðu þig út.  Skipun frá ófrægu vinkonu þinni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elsku Þröstu minn. Afhverju hefurðu elst um 4 ár? Þú ættir að hafa yngst eftir afslappelsið um helgina. Eða tókstu þennan rosalega hreingerningarhring í dag?

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Geturðu svo komið hingað þegar þú ert búinn með þína 200 fm. Þig munar þá varla um 120 fm. í viðbót?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk dúfurnar mínar.

Náði bara 50 fm. rest á morgun og Hrönnslan, ja það er nú það.

Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 00:53

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Verð að heiman á morgun en hringdu bara þegar þú ert tilbúinn. Síminn hjá mér er ein stutt ein löng.......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 01:00

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi Hrönn, hann er soldið bilaður síminn, get ekki hringt nema 3 langar.

Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 01:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

oh well, life is a bitch......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 01:21

8 Smámynd: Rebbý

vertu bara slakur Throstur, ruslid fer ekkert svo eg vona ad thu hafir notid helgarinnar vid skemmtilegri idju en thrif.

Rebbý, 6.8.2007 kl. 08:31

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband