og gera ekki andskotann neitt, sem er nú hryllileg tilhugsun fyrir ofvirkan mann. Um daginn sagði hún við mig, þegar hún sá litla stelpu á bleiku þríhjóli "serru fallega hjólið pabbi". Já, sagði ég annars hugar," verð að kaupa hjól fyrir þig."
Og hún brosti sínu ómótstæðilega brosi beint framan kallinn sinn.
Við fengum okkur rúsínugraut á svölunum í vikunni. "Ég verð að kaupa inniskó fyrir þig" hugsaði ég upphátt. "Já pabbi og bleikt hjól" sagði hún og geislaði í framan, "koddu í Bónus núna" sagði hún.
Verð að passa að hugsa ekki upphátt.
En þetta var nú fyrirgefið eftir smá stund, en örugglega ekki gleymt.
Maður þarf nú að passa pabba sinn þó maður sé að horfa á Dýrin í Hálsaskógi, og hvað með það þó hann geti ekki bloggað rétt á meðan.
Athugasemdir
Awwwww Yndislega myndir. Og þessi síðasta.... oj jæja.. sumu verður ekki lýst með orðum.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.