3.8.2007 | 22:59
Fæ alltaf þjóðhátíðar-fráhvarfseinkenni
þegar Þjóðhátíðin gengur í garð. Margir bloggarar hér hafa lýst þeirri skoðun sinni, hversu afskaplega gott sé nú að vera heima um Verslunarmannahelgina, ok. það finnst mér nú líka, en mikið sakna ég nú þessarar einstöku uppákomu sem Þjóðhátíðin er. Þetta er ein sú allra besta skemmtun sem ég hef upplifað, (fyrir utan hljómleikarnir með Queen "86 í Frakklandi) bæði sem einhleypur djammari og fjölskyldumaður. Hef verið þarna sex sinnum og í öllum veðrum, en alltaf jafn gaman, en kannski pínu erfitt á köflum.
Heimatjöldin, maturinn, skemmtiatriðin, brennan, flugeldasýningin, brekkusöngurinn, og böllin fram á rauða morgun,......,ég finn alveg lyktina, búhúhú.
Af nógu er að taka á útihátíðum vítt og breitt um landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nefnilega! Eftir hverju ertu að bíða?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:19
Hættur að fara í göngur.
Þröstur Unnar, 3.8.2007 kl. 23:25
Ég er svo sátt að vera í bænum, er það alltaf um þetta leyti.
Ragga (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 00:33
Þjóðhátíð 1990 - íslensk fyndni:
Páll hét maður, all hranalegur til orðs og æðis.
Kvöld eitt kallaði kona Páls til hans: "Það er matur, Páll!"
Páll svaraði: "Matur! Það held ég sé nú matur! "
.. áá.. ég og vinkona mín sprændum næstum því á okkur af hlátri.
.. og aumingja Þröstur horfði á okkur í vanmætti sínum og spurði: "Á hverju eruð þið?"
Ásta (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 00:37
Iss vertu fegin að vera heima hjá þér. Þú ert orðinn of gamall Þröslinn. Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 11:54
hef farið á þrjár Þjóðhátíðar og nú ætla ég að blogga um það.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.