o - Hausmynd

o

Vaknaði í morgun klár oghress

klæddi mig í föt og sagði bless, eftir fínan nætursvefn sem hófst um eittleitið eftir að hafa lesið komment frá http://jonaa.blog.is/ um að ég yrði rithöfundur bara ef ég ákvæði það. Ákvað þar og nú að verða það, og með það fór ég að sofa. En þegar ég vaknaði í morgun,og ætlaði að fara að rithöfundast fann ég að það hafði ekkert breyst. Orðin og hugsanirnar flugu bara um fram og til baka, sífellt fleiri og fleiri og ómögulegt að fanga þau, þó ég hefði lengsta og besta lundaháf í heiminum.

Hvað hef ég gert vitlaust Jóna, eða varstu bara að stríða mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Reyndu að skrifa orðaflauminn niður ÁN þess að reyna að hemja hann og meitla. Láttu þetta bara flæða óheftað. Með tímanum muntu sjá að flaumurinn tekur form og stefnu.

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.7.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heyrrrrrðu... ég var fyrst að sjá þetta blogg þitt núna. Hvernig stendur á því? ég tek undir þetta hjá Ásgeiri. í alvöru. Ég hef beðið í 25 ár eftir því að fá HUGMYNDINA. The hugmynd skiluru. Ekkert gerist. Svo fór ég að blogga. Ég fór að nota orð og á 4 mánuðum hef ég skrifað um 10 smásögur. Þar af rataði ein á prent. Engin af þessum smásögum var til út frá hugmynd. Þær urðu allar til þannig að ég settist niður og ákvað að nú ætlaði ég að skrifa smásögu og ég vissi ekki um hvað hún yrði. Ég bara byrjaði.

Sögur, frásagnir, bækur. Þetta er allt búið til úr orðum sem löngu er búið að finna upp. Þar af leiðandi eru heilu bækurnar í hausnum á þér. Prófaðu að setjast niður með enga hugmynd og skrifaðu 5 orð. Þau fyrstu sem þér dettur í hug. Samhengislaus orð, nafnorð, lýsingarorð.. hvað sem er.

horfðu svo á fyrsta orðið og það koma myndir upp í hausinn á þér. Ég lofa því. Komdu þessum myndum í orð. Skrifaðu þau niður. Samhengislaust. Athugaðu svo hvað gerist. Galdurinn er að taka eftir myndunum sem koma upp í hugann. Það gerist svo margt í hausnum á okkur sem við tökum ekki eftir. Jæja, námskeiðinu er lokið.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband