11.7.2007 | 22:20
Bið ykkur um að hætta
að klukka fólk, get ekki sofnað.
1. Ég er 184 cm upp í loftið, vildi vera 134 cm, af því ég sést svo vel.
2. Ég þoli ekki þegar illa er farið með minnimáttar.
3. Ég öðlaðist brún augu og krullur við fæðingu, minntur á það daglega síðan.
4. Ég get hrætt dýr með svipnum á mér.
5. Börn og dýr flaðra upp um mig, ef ég gef grænt ljós.
6. Gef sjaldan grænt ljós.
7. Elska góðann mat og hálendisferðir.
8. Vildi vera rithöfundur eins og Gurrí
Skamm jenfo og gurrí
Athugasemdir
Láttu græna ljósið loga oftar. Og rithöfundur verður þú ef þú ákveður það.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.7.2007 kl. 00:40
Rosalega eru þeir orðnir fyrirferðarmiklir allir þessir rithöfundar sem fólk gengur með í maganum. Einhver sagði einhvern tíman að allir gengju með a.m.k eina bók í maganum. Þröstur Unnar má ég benda þér áalgerlega magnaða bók til að lesa sem losar um ritstíflur hraðar en laxerolía um magastíflur??
Hún heitir War of art og er eftir Steven Pressfield.
www.stevenpressfield.com
Good luck!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 09:27
Kærar þakkir Katrín. Villtu kannski verða mottubloggvinur?
Þröstur Unnar, 12.7.2007 kl. 09:34
Æhhh, var að vona að ég fengi að vera eini snillingurinn í hverfinu.
Fleygðu þér út í djúpu laugina og skrifaðu, ég skal lesa yfir ef þú vilt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.7.2007 kl. 09:34
Já ég vil verða mottubloggvinkona...við getum þá grátið á öxlum hvers annars þegar ritstíflurnar losna ekki og glaðst þegar streymið stoppar ekki. Annrs verð ég að drífa mig að fara að skrifa eina af mínum heimsbókmenntum..þetta bara gengur ekki lengur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 16:49
Svo verð ég eiginlega að leiðrétta þetta ... ég er ekki rithöfundur. Ég tók saman litla bók með lífsreynslusögum sem eru eftir mig og Steingerði, fyrrum vinnufélaga á Vikunni. Finnst eiginlega bara fyndið að fólk láti eins og ég sé rithöfundur! Það gengur betur með tímanum og æfingunni að koma hugsunum sínum á blað þannig að æfðu þig. Sem virðulegur nágranni þinn býðst ég til að lesa yfir það sem þú skrifar, hef ágæta æfingu í því og held að ég sé alls ekki grimmur yfirlesari.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:21
Tekið til greina þetta með "rithöfundinn", og kærar þakkir fyrir gott tilboð. Aldrei að vita nema maður notfæri sér það.
Þröstur Unnar, 13.7.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.