7.7.2007 | 09:23
Írskir dagar á Akranesi
Fór smá rúnt um bæinn minn litla og sæta, og ég held að hann sé ónýtur.
Copy-Paste frá Skessuhorni: Helgi Pétur Ottesen, varðstjóri hjá lögreglunni hafði í mörgu að snúast þegar rætt var við hann klukkan 3:30 í nótt en sagði: "Það er allt vitlaust að gera hjá okkur og við getum af þeim sökum ekki á þessari stundu upplýst fjölmiðla um gang einstakra mála í smáatriðum. Við munum hitta forsvarsmenn Írskra daga í fyrramálið og í framhaldi þess gefa út fréttatilkynningu um atburði næturinnar," sagði Helgi Pétur og var við það sama rokinn til að sinna verkefnum næturinnar.
Athugasemdir
Ja hérna, bærinn okkar bara ónýtur! Ætla til höfuðborgarinnar á eftir með strætó, 11.41, heldurðu að hann gangi eða var kannski kveikt í honum? Djíííííí! Það verður spennandi að koma svo heim í kvöld, vona að endurbygging verði þá hafin, jafnvel búin.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.7.2007 kl. 09:46
Þýðir ekkert að koma fyrr en í fyrramálið Gurrí mín. Endurreisn bæjarins getur ekki hafist fyrr en búið er að koma öllu aðkomupakkinu úr bænum.
Þröstur Unnar, 7.7.2007 kl. 10:03
Hvað á það að þýða að stefna öllum óþjóðalíð landsins í sama sveitafélagið til þess eins að eyðileggja það. Þetta viðgengst um allt land allt sumarið. Hálfgerð plága segi ég nú bara..
Brynja Hjaltadóttir, 7.7.2007 kl. 20:45
Já Brynja, svona er þetta, en þýðir ekkert að þusa yfir því "if you can´t beat them, joy them" eða þannig.
Þröstur Unnar, 7.7.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.