4.7.2007 | 19:41
Þarf ég að flýja bæinn minn
eða á ég bara að taka þátt.
Um helgina verða haldnir svokallaðir Írskir dagar á Akranesi. Mikil hátið sem endar með Lopapeysuballi í sementsgeymslu Sementverksmiðjunnar.
Bubbi, Buff, Matti í pöpunum o.fl sjá um stuðið. Leitað verður að rauðhærðasta einstaklingnum og allskonar húllum hæ.
Búist er við 10 þúsund manns, djísús kræst.
Athugasemdir
Ekki flýja, vertu memm.
Hlakka til að sjá hver verður sá rauðhærðasti.
Ragga (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 19:43
Þú ættir fína möguleika Ragga ef þú mættir nú í fínu lopapeysunni þinni.
Þröstur Unnar, 4.7.2007 kl. 19:48
Ég á ekki lopapeysu og ég er ekki ekta rauð, held að það myndi flokkast sem svindl.
Ragga (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 19:52
Dem
Þröstur Unnar, 4.7.2007 kl. 20:04
Á að skella sér Þröstur?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 00:05
Kemst varla hjá því.
Þröstur Unnar, 5.7.2007 kl. 08:15
Missi af mesta fjörinu á laugardeginum, fer í brúðkaup í bænum yfir hádaginn. Fór á skemmtilega tónleika á Írskum dögum í fyrra, unghljómsveitir léku flott rokk og ról og svo var sá rauðhærðasti valinn. Á ekki lopapeysu þannig að ég á ekki séns á ballinu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.