30.6.2007 | 22:58
Þyrlan tók fram úr mér á ofsaharaða
Ákvað að skreppa í Hrútafjörðin og kíkja á liðið, en með hálfum huga þó. Ég bjóst við umferðaröngþveti á þjóðveginum, en ekki mikil umferð.
Hoppaði upp í Big-Red upp úr kl 14 og rúllaði af stað.
Nokkrir aldraðir undir Hafnarfjalli sem óku á 70 og ég sá hvíta hnúa handa þeirra ríghalda um stýrið þegar ég silaðist framúr þeim. Á heiðinni var ég stoppaður af útlensku pari sem sögðu að felgurærnar væru að losna af bílaleigubílnum þeirra og engin verkfæri um borð. Því miður gat ég ekki hjálpað þeim því minn lykill passaði ekki. Frábært veður fyrir norðan.
Kíkti á sumarhúsalóðina mína.
Fékk kaffi og kökur, síðan bara brunað heim á leið og ferðarinnar notið vel í lítilli umferð, bæði á vegum og í lofti.
Athugasemdir
Asskoti góður dagur hjá þér karlinn. Hvað á að grilla?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 17:35
Er búinn að grilla sjálfan mig, læt það nægja í bili.
Sallat úr Bónus í matinn.
Þröstur Unnar, 1.7.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.