26.6.2007 | 20:44
Verðum að fara að fá rigningu
Kíkti út um eldhúsgluggann hjá mér áðan og hvað heldurðu það rauk bara úr jörðinni fyrir framan húsið hjá mér. Ég var búinn að finna einhverja brunalykt fyrr í dag þegar ég kom heim. Fór út að skoða en í þann mund kom bara allt slökkvilið bæjarins brunandi á vettvang. Þá hafði bara orðið sjálfsíkveikja í þurri moldinni, og mögulega smá olíubrák eftir malbikunarkallanna í gær hjálpaði til.
Regn-regn-regn, ekki Ástralíuþurka meir.
Maður verður bara þurr og skorpinn fyrir aldur fram ef ekki fer að rigna.
Athugasemdir
Þú segir nokkuð, kannski maður fari bara norður á Stórarauð
Þröstur Unnar, 27.6.2007 kl. 18:34
Jú það þyrfti að koma smá rigning þótt maður vilji sjálfsögðu helst bara hafa sólina þá er gróðurinn farið að vanta smá vatn.
Ragga (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 18:47
má ekki rigna fyrr en eftir morgundaginn. Allavega ekki hér í Reykjavík. Klára pallaáburð á morgun.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.