o - Hausmynd

o

Vinsælustu bloggsíðurnar

Hvað er með þetta vinsældakjaftæði. Held ég sé að verða afbrýðisamur. Menn eru að hrósa sér af því að ná svo og svo miklum heimsóknum á bloggið sitt t.d 105.000 heimsóknir, (án greiðslu) samfara því að eyðileggja mannorð sitt.

 Mér finnst nú bara fínt að vera með 50 heimsóknir á dag. Geri þetta til að dunda mér meðan ég les öll hin bloggin, og kannski til að leyfa öðrum sem kannast við mig að fylgjast soldið með.

En kannski blundar hégómagirnin einhverstaðar í manni samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fatta ekki þetta vinsældar rugl, ég skil ekki keppnis og mér er slétt sama hvar á þessum blessaða lista ég er... ekki skoða ég hann! Ég vil frekar eiga dygga lesendur sem fíla það sem ég er að röfla heldur en að fólk sé að flykkjast þangað inn út af einhverri forvitni eða hvað það er. 

Sumir virðast þó vera ansi uppteknir af honum. 

Ragga (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Ragga, þetta lýsir þér einmitt eins og ég hélt þú værir og þess vegna sóttist ég eftir þér sem blogvini, þ.e gaman að fylgast með því sem þú ert að bardúsa, og fíla það, en nota bene, er líka forvitinn. 

Þröstur Unnar, 23.6.2007 kl. 21:48

3 identicon

Hahaha takk fyrir það, forvitni er auðvitað ekki alslæm.

Ragga (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband