23.6.2007 | 14:22
Hefur þú fundið hamingjuna?
Ef svo er, haltu þá vel utan um hana, því það er mjög auðvelt að týna henni og fjandanum erfiðara að finna hana aftur.
Hún finnst reyndar bæði innra með sjálfum manni og í efnislegum hlutum, erfiðara er þó að leita hennar innra með sér heldur en í efnislegu hlutunum.
Dæmi um marklausa leit manna eftir hamingjunni: Maður gengur að konu sem er að leita að einhverju fyrir utan húsið sitt. Hann spyr hana að hverju hún er að leita og hún segist hafa týnt nálinni sinni. Hann spyr hana þá hvort hún muni hvar hún týndi henni.. og hún svarar, já, í húsinu mínu. Þá spyr maðurinn afhverju hún leiti ekki inní húsinu sínu.. og hún svarar; því það er svo dimmt þar!
Athugasemdir
þetta dæmi fer beint í skissubókina mína (og það fer nú ekki hvað sem er þangað). það sem er svo skemmtilegt við þessa sögu er að það er hægt að túlka hana á svo margan hátt. Takk fyrir mig.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.