20.5.2007 | 17:45
Eins og eitthvað hafi breyst
Ákvað eftir langa og stranga umhugsun að rölta á barinn í nótt. Það var gott veður og ég búinn að vara að pirrast í fólki hérna á blogginu. Ekki mikið að gerast á barnum, c.a 60% pólverjar og restin íslendingar með flöktandi augnaráð, leitand og horfandi í gegnum mann, eða bara framhjá.
Allt í lagi með það, en nennti ekki að vera þarna og eftir einn öllara labbaði ég af stað heim.
Á miðri leið fór mér að líða eitthvað skringilega. Ég lyfti hausnum í rétta stöðu, en hann var farinn að síga soldið, stoppaði og leit í hringum mig. Eitthvað hafði breyst, mér fór að líða vel og gat brosað út í bláinn. Það var að renna upp fyrir mér, og ég að trúa því, að lífið er ekki alslæmt.
Þetta var ný líðan sem hefur ekki gert vart við sig í langan tíma.
Kom heim í fínu formi og fór að sofa.
Vaknaði um hádegið og fór bloggrúntinn, og þar var comment frá Svampinum sem þurkaði burtu alla þynku á augabragði. Gott að sjá einhvern annan segja það sem maður sjálfur hefur verið að hugsa, það fær mann til að trúa því betur.
Takk kærlega Svampur minn (mín) fyrir þessa ábendingu.
Athugasemdir
Þú fórst á barinn, ég horfi á video. Allt að fara til fjandans.
Hrólfur Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 18:41
Nei helduðu það? Það má nú breyta aðeins til.
Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.