o - Hausmynd

o

Eins og eitthvað hafi breyst

Ákvað eftir langa og stranga umhugsun að rölta á barinn í nótt. Það var gott veður og ég búinn að vara að pirrast í fólki hérna á blogginu. Ekki mikið að gerast á barnum, c.a 60% pólverjar og restin íslendingar með flöktandi augnaráð, leitand og horfandi í gegnum mann, eða bara framhjá.

Allt í lagi með það, en nennti ekki að vera þarna og eftir einn öllara labbaði ég af stað heim.

Á miðri leið fór mér að líða eitthvað skringilega. Ég lyfti hausnum í rétta stöðu, en hann var farinn að síga soldið, stoppaði og leit í hringum mig. Eitthvað hafði breyst, mér fór að líða vel og gat brosað út í bláinn. Það var að renna upp fyrir mér, og ég að trúa því, að lífið er ekki alslæmt.

Þetta var ný líðan sem hefur ekki gert vart við sig í langan tíma.

Kom heim í fínu formi og fór að sofa.

Vaknaði um hádegið og fór bloggrúntinn, og þar var comment frá Svampinum sem þurkaði burtu alla þynku á augabragði. Gott að sjá einhvern annan segja það sem maður sjálfur hefur verið að hugsa, það fær mann til að trúa því betur.

Takk kærlega Svampur minn (mín) fyrir þessa ábendingu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Þú fórst á  barinn, ég horfi á video.  Allt að fara til fjandans.

Hrólfur Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei helduðu það? Það má nú breyta aðeins til.

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband