12.5.2007 | 12:32
Ef marka má kannanir
þá eru kosningar í dag. Ég held að þær heiti Sveitastjórnakosningar, en er ekki viss hvað þær heita í þéttbýlisstöðum, kannski Þorpsstjórnakosningar, eða Vesturlandsstjórnarkosningar. Ég sé að það er búið að flagga fánum sumstaðar við yfirgefin atvinnuhúsnæði og líma stórar myndir af brosandi mönnum og konum í gluggana, finnst soldið óþægilegt að labba þarna framhjá, eins og þau séu að horfa á mig og bjóðast til að hjálpa mér með lífið, þangað til kjörstaðir loka.
Ég reyni bara að horfa eitthvað annað og læt sem ég sjái þau ekki.
Athugasemdir
Það verður að horfa á staðreindir þegar þær blasa við, að horfa undan kallast að finnast sannleikurinn óþægilegur
Grétar Pétur Geirsson, 12.5.2007 kl. 20:15
Takk fyrir commentið Grétar minn, held é skilji hvað þú meinar. En eins og þú veist sjálfur getur sannleikurinn verði oft óþægilegur og stundum óbærilegur.
Þröstur Unnar, 12.5.2007 kl. 20:39
Já já elskan mín ekki spurning!
Heiða Þórðar, 13.5.2007 kl. 19:12
Heiða ég skil ekki commentið frá þér.
Þröstur Unnar, 13.5.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.