27.4.2007 | 20:53
Það er svo margt...
sem hægt er að lesa hérna þá þessum bloggsíðum en mest, þó um stjórnmál. En sem betur fer á það eftir að lagast eftir kosningar. Ég roðna bara þegar les öll gáfu bloggin frá ykkur um allt þetta sem á að vera svona en ekki hinsegin, roðna bara yfir því að hafa ekker til (kosninga) málanna að leggja.
En þið eru samt öll frábær, fínt að hafa svona mikið að lesa, verst að þá bloggar maður ekkert sjálfur á meðan.
Var að horfa á Kasljós áðan, og þvílíkt klúður hjá honum Helga greyinu, ég hálf vorkenndi honum að vera búinn að koma sér í þessa klípu með bullinu í sér og geta ekkert gert nema skammast sín, sem mér nú sýndist hann hafa gert. Jónína komst vel af með kauða og kláraði hann næstum strax.
En mér finnst þetta nú fullmikið hjá þessum miðli að næla sér í sögur til að blása út.
Athugasemdir
Tek undir þetta Helgi var þarna á jaðrinum mér finnst oft þessir kastljósþættir snúast um að koma fólki í rökþrot þannig að þá gleymist oft aðalatryðin já pólitíkin er snúinn.Jónína komst vel frá þessu
Grétar Pétur Geirsson, 27.4.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.