o - Hausmynd

o

GRRRRR

Er frekar fúll núna. Getur það verið að plastið á 1944 matnum eigi að vera svona fast ég næ því aldrei í heilu lagi af. Og þegar ég sting götin á það með gafflinum þá sullast altaf eitthvað upp.

Í þokkabót var ég að lesa færslu hérna á blogginu hjá henni Heiðu, sem var svo yndisleg að gera mig að bloggvini sínum, en hún skrifaði um íbúana í blokkinni sem heilsuðust ekki. Ég bý á þriðju hæð, kona við hliðina á mér og  hinu megin við hana dóttir hennar  með tvö falleg börn. Þær heilsa mér alltaf ,veit ekki af hverju, bara búinn að vera hér í tvo mánuði, samt gott mál. En hvað ef ég spyrði þær nú að því hvort þær væru ekki til í að hafa mig í fæði hjá sér t.d kvöldmat, gegn greiðslu að sjálfsögðu, þær eru nú alltaf að elda hvort sem er.

Heldurðu að maður teldist ekki soldið skrítinn?

Æi ég þoli ekki blokkir og sem betur fer er ég búinn að fá íbúð sem er meira sér, 1.júní.

Litla dísin mín er alltaf að biðja pabba sinn að koma heim hún skilur ekki þetta með hann að vilja vera hérna í blokkinni frekar en heima hjá henni. En hún er nú bara 2ja og hálfs árs ennþá og erfitt að útskíra það fyrir henni. Og hún á sjálfsagt eftir að fá einhverjar rispur á sálina sína.

 

 Ey-dísin mín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir pistil.  Elsku litla dúllan.  Pasaðu hana vel

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband