7.5.2007 | 21:55
Gleymdi einu
Rakst á þessa viðvörun í IKEA bæklingnum þar sem ég var að spá í sjónvarpsskenk.
"Gott að vita
Mældu dýpt og breidd sjónvarpstækisins.Það ætti að vera minna en sjónvarpshúsgögnin."
Eins gott að maður sá þetta áður en maður álpaðist til að kaupa skenk sem svo væri minni en sjónvarpið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 21:42
Vangaveltur um
hvernig ég á að innrétta nýju íbúðina.
Stofa: Dökk eða ljós húsgögn, létt eða þung?
Svefnherbergi: Ekkert val... er fyrir risa rúm án gafla og dökk viðar náttborð.
Eldhús: Borð og stólar ljóst eða dökkt? Þurkaðir blómvendir upp um alla veggi? Olíur í krukkum ofan á skápum? Te og kaffikrúsir á hillum? Stór eldhúsklukka með handmáluðum myndum? Gluggatjöld - nei þetta er of mikið fyrir mig, verð að finna hönnuð í nautsmerkinu.
Bless
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)